Veður

Veður


Fréttamynd

Stefnir í að nóvember kveðji með trompi og 15 stigum fyrir norðan

Óvanalega hlýjum nóvembermánuði mun að öllum líkindum ljúka með trompi en á morgun er spáð að hiti fari upp í 15 stig á Norðurlandi. Þangað til í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu náð átta stigum alla daga mánaðarins. Um mánaðamótin kemur síðan í ljós hvort nýtt nóvemberhitamet frá 1956 verður slegið á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Hvass­viðri á sunnan- og vestan­verðu landinu

Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi.

Veður
Fréttamynd

All­hvass vindur og væta með köflum

Veðurstofan spáir norðaustan- og austanátt með allhvössum vindi eða strekkingi í dag. Reikna má með vætu með köflum, en á Suðausturlandi og Austfjörðum verði rigningin samfelldari og ákefðin sums staðar talsverð.

Veður
Fréttamynd

Enn varað við vatnsveðri

Búast má við talsverðri rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram undir hádegi. Því eru líkur á vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum.

Innlent
Fréttamynd

Mikil úrkoma fyrir austan

Gera má ráð fyrir talsverðri mikilli rigningu á sunnanverðu landinu til Austfjarða um helgina. Vegfarendur á leið við Reynisfjall og undir Eyjafjöllum eru varaðir við öflugum vindhviðum.

Innlent
Fréttamynd

Seyðfirðingar áhyggjufullir vegna mikilla rigninga

Íbúar á Seyðisfirði hafa áhyggjur, sem eðlilegt er af mikilli rigningu og hættu á aurskriðum í bæjarfélaginu en þar hefur rignt meira og minna síðustu viku og ekkert lát virðist vera á rigningu þar á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Teymi frá Veðurstofu metur hvort hættan sé liðin hjá

Enn er óvíst hvenær hægt verður að senda mannskap til að hreinsa aurinn sem liggur yfir Grenivíkurveg eftir að stærðarinnar skriða féll á veginn í gærmorgun. Teymi sérfræðinga frá Veðurstofu Íslands er á vettvangi og reynir að meta hvort hættan sé liðin hjá.

Innlent
Fréttamynd

„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“

Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum.

Innlent