Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Ný veitingahús sitja í súpunni

Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar. 

Skoðun
Fréttamynd

Flytja inn eldaðan Popcorn kjúkling

Átján tonna tollkvóti sem KFC á Íslandi fékk úthlutað í desember fyrir innflutning á unnum kjötvörum verður nýttur til að flytja inn svonefndan Popcorn kjúkling sem kemur fulleldaður frá Bretlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimsviðburður í miðbænum

Þrátt fyrir hinar takmarkandi tilskipanir Sóttvarnastofnunar ríkisins halda stórhuga veitingamenn áfram að fjárfesta. Merkilegustu tíðindin í veitingahúsaflóru landsins er stækkun Fiskmarkaðarins í formi nýs vínbars á annarri hæð.

Frítíminn
Fréttamynd

Gripið til aðgerða fyrir veitingahús og tónlistarfólk

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um aðgerðir til að bæta veitingastöðum tekjutap vegna sóttvarnaaðgerða. Styrkirnir miðaðst við stöðugildi og geta hæstir orðið tólf milljónir króna. Þá eru aðgerðir í undirbúningi vegna tekjutaps fólks í sviðslistum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrst orðið svart ef það verður skortur á ham­borgurum

Veitingaðurinn Yuzu á Hverfis­götu mun ekki opna dyr sínar fyrir hungruðum gestum í dag vegna á­hrifa kórónu­veirufar­aldursins. Sömu sögu er af segja af Ham­borgara­fabrikkunni en þar verður lokað vegna sótt­kvíar starfs­manna næstu daga, bæði á Höfða­torgi og í Kringlunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þúsundir á öndunar­vél

Nú þegar við siglum saman inn í þriðja ár farsóttar Covid-19 með tilheyrandi takmörkunum sem halda áfram að hafa alvarleg og neikvæði áhrif á rekstur fyrirtækja á veitingamarkaði og samhliða því taka enn og aftur við hækkanir á áfengisgjöldum, launahækkanir og nú einnig fyrirséður hagvaxtarauki.

Skoðun
Fréttamynd

Ný­árs­­dagur: Eru skyndi­bita­staðirnir opnir?

Óhætt er að fullyrða að allflestir Íslendingar taki því rólega á nýársdag. Sofið er fram eftir og skyndibiti, eða afgangar, eru jafnvel á borðum margra landsmanna. Svangir og þreyttir þurfa ekki að örvænta, enda opið á fjölmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi

Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft.

Skoðun
Fréttamynd

Brotist inn hjá Simma Vill

Brotist var inn í veitingastaðinn Barion Bryggjan í nótt en hann rekur Sigmar Vilhjálmsson, sem kallast jafnan Simmi Vill. Innbrotsþjófurinn komst í sjóðsvélar en engar skemmdir urðu á veitingastaðnum.

Innlent
Fréttamynd

„Þau eru bara fúl að vera ekki boðið“

Fólk sem fussar og sveiar yfir þeim sem njóta skötunnar er bara fúlt yfir því að vera ekki boðið með. Þetta segir einn af fjölmörgum unnendum skötunnar sem var á borðum í margri skötuveislunni í dag.

Innlent