Hnífjöfn atkvæðagreiðsla sem gæti endað fyrir dómi Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja íhuga að láta reyna á niðurstöðu í atkvæðagreiðslu um kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir Félagsdómi. Afar jafnt var á munum í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. SA telja meirihluta hafa samþykkt samninginn en SSF telur að samningurinn hafi verið felldur. 17.5.2024 15:38
Stuðningslán með ríkisábyrgð fyrir grindvísk fyrirtæki Ríkisstjórnin leggur til stuðningslán til grindvískra heimila og fyrirækja í Grindavík að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. 17.5.2024 15:29
Skipið leggur úr höfn Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. 17.5.2024 15:23
Framkvæmdir hafnar við brú yfir Fjarðarhornsá „Þetta er fyrsta steypan hér við Fjarðarhornsá í Kollafirði. Brúin verður vonandi komin í gagnið 1. desember,“ segir Páll Halldór Björgúlfsson, verkefnastjóri framkvæmdarinnar við brúna. 17.5.2024 14:42
Skólastjóradrama í Kóraskóla fær óvæntan endi Inga Fjóla Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri Kóraskóla hefur verið ráðin skólastjóri Kóraskóla. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Kópavogs frá því í gær en mikil ólga hefur verið meðal kennara í skólanum vegna ráðningu skólastjóra. 17.5.2024 13:50
Mótfallinn sjálfsafgreiðslu á Bessastöðum Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segir mikilvægt að forseti Íslands sé aldrei meðvirkur með ráðandi öflum. Alþingi megi aldrei upplifa það að afgreiðsla laga á Bessastöðum sé eins og sjálfsafgreiðsla á bensínstöð. 17.5.2024 13:24
Fremstu blakarar Ísraels leika listir sínar í Digranesi Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki taka í fyrsta sinn þátt í CEV Silver deildinni um helgina. Keppt er í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi og er karlalandslið Ísraels á meðal gesta. Hávær krafa hefur verið hjá hluta Íslendinga að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda. 17.5.2024 11:32
Staldraði við þegar talað var um fóstur sem frumuklasa Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir vanvirðingu þegar talað er um fóstur eða barn í móðurkviði sem frumuklasa. Umhugsunarefni sé hve margar fóstureyðingar séu framkvæmdar hér á landi árlega. Fullt af fólki væri tilbúið að veita þeim börnum sem fæddust gott líf. 16.5.2024 22:49
Skipstjórinn gistir fangageymslur ásamt stýrimanni Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir málsatvik úti fyrir Garðskagavita í nótt að skýrast. Skipstjóri og stýrimaður muni dvelja í fangelsi til morguns hið minnsta. Þeir voru um borð í fraktskipi sem sigldi á fiskibát með þeim afleiðingum að sjómaður lenti í lífsháska. 16.5.2024 21:45
Einhver í herberginu segi ekki satt Halla Tómasdóttir segir augljóst að einhver þeirra sex forsetaefna sem tóku þátt í kappræðum á Stöð 2 í kvöld hafi tröll á sínum snærum sem ati aðra auri. Einhver þeirra sé því ekki að segja satt. 16.5.2024 21:03
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent