Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

For­sætis­ráð­herra Spánar vill Ísrael í bann frá Euro­vision

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022.

Biggi ekki lengur lögga

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er hættur í löggunni. Birgir hefur ráðið sig sem deildarstjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem er í smíðum. Hann er þakklátur fyrir ár sín í einkennisbúningi lögreglunnar.

Sér­stakar hleranir og sím­tölin sem gætu alltaf orðið til

Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það.

Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á

Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir.

Segir löngu kominn tíma á al­menni­legt eftir­lit

Yfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir löngu kominn tíma á eftirlitsaðgerðir eins og efnt var til á Suðurlandsvegi í morgun þar sem hver vörubíllinn á fætur öðrum var stöðvaður. Til skoðunar er allt frá reglum um akstur og hvíld yfir í samkeppnisstöðu í atvinnuflutningum, hvort sem er með vörur eða ferðamenn. Vörubílstjórar fagna eftirliti en setja þó spurningamerki við framkvæmdina.

Rassía lög­reglu á Suður­lands­vegi

Lögregluembætti landsins og skattayfirvöld gripu til eftirlitsaðgerða á Suðurlandsvegi rétt fyrir utan borgarmörkin í morgun. Töluverður fjöldi lögreglumanna er á vettvangi.

Sjö ára fangelsi fyrir tvær til­raunir til manndráps

Aðalsteinn Unnarsson, 27 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps sem áttu sér stað með tæplega fjögurra ára millibili. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Aðalsteinn bar í öðru málinu fyrir sig neyðarvörn og í hinu að hafa verið í geðrofi vegna fíkniefnaneyslu.

Upp­sagnir á Þjóð­minja­safninu

Fornleifafræðingum fækkar um þrjá á Þjóðminjasafninu í uppsögnum. Þjóðminjavörður segir breytta verkefnastöðu og hagræðingu ástæðu fyrir uppsögnunum. Prófessor í sagnfræði hvetur til mótmæla vegna breytinganna.

Telja Jón Þór hafa tryllst af af­brýðis­semi

Geðlæknar sem komu fyrir dóm í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Þór Dagbjartssyni eru á einu máli um að hann sé sakhæfur. Hann hafi ekki verið í geðrofi heldur einfaldlega misst stjórn á skapi sínu þegar hann greip til járnkarls og veittist að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Geðlæknir telur refsingu geta borið árangur.

Ingunn ráðin fram­kvæmda­stjóri Auðnu

Auðna tæknitorg hefur ráðið Ingunni Sigurpálsdóttur í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hún tekur við starfinu af Einar Mäntylä sem kom að stofnun Auðnu á árinu 2019 og hefur setið í forstjórastól síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðnu.

Sjá meira