Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18.4.2024 19:15
Myndband af þjófunum í Hamraborg í fréttum Stöðvar 2 24 dagar eru liðnir síðan tveir grímuklæddir menn virtust hafa afskaplega lítið fyrir því að framkvæma líklega mesta þjófnað á reiðufé í sögu landsins. Myndbandsupptaka sem fréttastofa hefur undir höndum af þjófnaðinum verður sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 18.4.2024 15:51
Bein útsending: Hrein tækifæri í orkumálum Orkuveitan heldur opinn fund undir yfirskriftinni „Hrein tækifæri – Straumhvörf í orkumálum“ í beinni útsendingu frá Kaldalóni í Hörpu. 18.4.2024 14:16
Reiðin kraumaði við ofsaakstur á Reykjanesbraut Ökumaður skapaði mikla hættu á Reykjanesbrautinni í hádeginu á mánudaginn þegar hann skautaði á milli bíla á hraðferð í átt að höfuðborgarsvæðinu. Myndband náðist af ofsaakstrinum. 17.4.2024 16:33
Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17.4.2024 11:47
Ölfusárbrú opnuð á ný eftir harðan aftanáakstur Umferð um Ölfusárbrú er lokuð eftir harða aftanákeyrslu rétt fyrir klukkan hálf tólf í dag. Bílarnir eru mikið skemmdir en enginn er talinn alvarlega slasaður. 17.4.2024 11:44
Guðbjörg orðin pítsudrottning Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda eru stærsti hluthafinn í Domino's á Íslandi eftir kaup á níu prósent hlut í félaginu. Guðbjörg er sannkallaður stórlax í sjávarútvegi en styrkir nú stöðu sína á flatbökumarkaðnum þar sem Domino's hefur stærsta hlutdeild. 17.4.2024 10:00
Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar Lilja Kristín Birgisdóttir hefur verið ráðin til þess að veita nýrri deild Markaðs- og sjálfbærni hjá Sýn forstöðu og mun leiða vörumerkja uppbyggingu Vodafone, Stöðvar 2, Stöð 2 Sport, Vísis, Bylgjunnar, FM957, X977 og Já. 16.4.2024 16:30
Nældi í eiginkonu Davíðs, barnaði tvisvar og tók upp nafnið hans Ýmsir ráku upp stór augu þegar veitingamaðurinn umsvifamikli Quang Le fór að nota nafnið Davíð Viðarsson á síðasta ári. Enginn þó jafnhissa og miður sín og annar Davíð Viðarsson. Íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Hann segist brenndur af samskiptum sínum við Quang Le sem hófust fyrir tveimur áratugum. 15.4.2024 07:01
Þriggja mínútna símtal uppfylli ekki skýran samning Stjórnarformaður Bankasýslunnnar segir alveg skýrt að frumkvæðisskyldan sé á Landsbankanum varðandi upplýsingagjöf. Það sé samningsbundið að Landsbankinn upplýsi Bankasýsluna með formlegum hætti um fyrirhugaða sölu. 12.4.2024 16:40