Þrettán nýjar heimildir ráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2024 10:12 Selir spóka sig í Jökulsárlóni. Meðal heimilda ráðherra er að ráðstafa jörðinni Fell sem sérleyfis- eða rekstrarleyfissamningum vegna áforma um uppbyggingu á innviðum við Jökulsárlón. Ríkið keypti jörðina árið 2017. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga sem hann kynnti á blaðamannafundi í morgun. Í fjárlögum hvers árs er að finna tæplega tvö hundruð heimildir. Massinn af heimildum færist milli ára en svo bætast nýjar heimildir við. Að neðan má sjá nýjar heimildir ráðherra: Sala fasteigna 2.36 Að selja fasteignina Lækjarbakka við Geldingalæk í Rangárþingi ytra. Ráðstöfun lóða, spildna og jarða 3.31 Að heimila ráðstöfun á landi Fells í Suðursveit með sérleyfis- eða rekstrarleyfissamningum vegna áforma um uppbyggingu á innviðum á Jökulsárlóni. 3.32 Að heimila ráðstöfun á landi Skriðufells í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna áforma um uppbyggingu á starfsemi eða innviðum við Þjórsárdal. 3.33 Að heimila ráðstöfun á landi Mógilsár í Reykjavík með sérleyfis- eða rekstrarleyfissamningum vegna áforma um uppbyggingu á þjónustumiðstöð og svifferju í Esjuhlíðum. 3.34 Að heimila Jarðasjóði að selja jarðirnar Önundarhorn og Gíslakot í Rangárþingi eystra. 3.35 Að ganga til samninga við Minjavernd um ráðstöfun á landi Ólafsdals í Gilsfirði. Kaup og leiga fasteigna 4.23 Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 4.24 Að kaupa hesthús við Brúnastaði í Hjaltadal vegna hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Kaup og sala hlutabréfa og aðrar ráðstafanir vegna umsýslu félaga 5.17 Að koma á fót félagi í samstarfi við sveitarfélög um rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Ýmsar heimildir 7.26 Að heimila ráðstöfun á losunarheimildum, í samráði við ráðherra loftslagsmála, sem tilheyra íslenska ríkinu í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda til móts við loftslagsskuldbindingar íslenska ríkisins. 7.27 Að heimila ráðstöfun á losunarheimildum til flugrekenda, í samráði við ráðherra loftslagsmála, sem tilheyra íslenska ríkinu í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. 7.28 Að ganga til samninga um uppgjör á ÍL-sjóði með skiptum á eignum úr eignasafni sjóðsins og tilteknum eignum ríkissjóðs, eftir atvikum skuldabréf, hlutabréf og aðrar sambærilegar eignir ásamt því að gera upp fyrirliggjandi ríkisábyrgð á skuldum ÍL-sjóðs. 7.29 Að standa að stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs tónskálds og ráðstöfun eigna og réttinda úr dánarbúi sonar Jóns Leifs til slíks sjóðs sem annars myndu renna til ríkissjóðs. Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31 Bein útsending: Fjárlagafrumvarp ársins 2025 kynnt Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi Sigurðar Inga sem hann kynnti á blaðamannafundi í morgun. Í fjárlögum hvers árs er að finna tæplega tvö hundruð heimildir. Massinn af heimildum færist milli ára en svo bætast nýjar heimildir við. Að neðan má sjá nýjar heimildir ráðherra: Sala fasteigna 2.36 Að selja fasteignina Lækjarbakka við Geldingalæk í Rangárþingi ytra. Ráðstöfun lóða, spildna og jarða 3.31 Að heimila ráðstöfun á landi Fells í Suðursveit með sérleyfis- eða rekstrarleyfissamningum vegna áforma um uppbyggingu á innviðum á Jökulsárlóni. 3.32 Að heimila ráðstöfun á landi Skriðufells í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna áforma um uppbyggingu á starfsemi eða innviðum við Þjórsárdal. 3.33 Að heimila ráðstöfun á landi Mógilsár í Reykjavík með sérleyfis- eða rekstrarleyfissamningum vegna áforma um uppbyggingu á þjónustumiðstöð og svifferju í Esjuhlíðum. 3.34 Að heimila Jarðasjóði að selja jarðirnar Önundarhorn og Gíslakot í Rangárþingi eystra. 3.35 Að ganga til samninga við Minjavernd um ráðstöfun á landi Ólafsdals í Gilsfirði. Kaup og leiga fasteigna 4.23 Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 4.24 Að kaupa hesthús við Brúnastaði í Hjaltadal vegna hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Kaup og sala hlutabréfa og aðrar ráðstafanir vegna umsýslu félaga 5.17 Að koma á fót félagi í samstarfi við sveitarfélög um rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Ýmsar heimildir 7.26 Að heimila ráðstöfun á losunarheimildum, í samráði við ráðherra loftslagsmála, sem tilheyra íslenska ríkinu í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda til móts við loftslagsskuldbindingar íslenska ríkisins. 7.27 Að heimila ráðstöfun á losunarheimildum til flugrekenda, í samráði við ráðherra loftslagsmála, sem tilheyra íslenska ríkinu í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. 7.28 Að ganga til samninga um uppgjör á ÍL-sjóði með skiptum á eignum úr eignasafni sjóðsins og tilteknum eignum ríkissjóðs, eftir atvikum skuldabréf, hlutabréf og aðrar sambærilegar eignir ásamt því að gera upp fyrirliggjandi ríkisábyrgð á skuldum ÍL-sjóðs. 7.29 Að standa að stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs tónskálds og ráðstöfun eigna og réttinda úr dánarbúi sonar Jóns Leifs til slíks sjóðs sem annars myndu renna til ríkissjóðs.
Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31 Bein útsending: Fjárlagafrumvarp ársins 2025 kynnt Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. 10. september 2024 09:31
Bein útsending: Fjárlagafrumvarp ársins 2025 kynnt Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10. september 2024 08:31