Dæmdur fyrir að hafa „laumast til kynmaka“ Ungur karlmaður í Árósum í Danmörku var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun en dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa „laumast til kynmaka“ með jafnöldru sinni í sumarhúsi í Odder í janúar á þessu ári. Var talið að maðurinn hafði ekki haft ásetning til nauðgunar þegar brotið var framið. 15.4.2021 22:56
Vilja rannsaka leka nektarmyndar af þingmanni Þingmenn á kanadíska þinginu hafa kallað eftir rannsókn á því hvernig mynd af lokuðum fundi fór í dreifingu. Umrædd mynd sýnir þingmanninn Will Amos nakinn, þar sem hann gleymdi að slökkva á vefmyndavél sinni þegar hann skipti um föt á meðan fundi stóð. 15.4.2021 21:46
Lækningaleyfi veitt að loknu sex ára námi Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerðarbreytingu sem kveður á um að læknaleyfi verði veitt að loknu sex ára læknanámi við Háskóla Íslands. Starfsnám sem hefur farið fram á kandídatsári, og verið hluti af grunnnámi lækna hingað til, verður nú hluti af sérnámi. 15.4.2021 20:21
Fengu tíu milljóna styrk eftir að samstarfi við Íslandsspil var slitið Formaður SÁÁ segir ákvörðun samtakanna um að slíta formlega samstarfi við Íslandsspil sýna samtökin meti mannúð fram yfir peninga. Hann telur það mikið gæfuspor fyrir samtökin, sem geti nú loks tekið þátt í umræðu um spilafíkn út frá skjólstæðingum sínum. Í kjölfar ákvörðunarinnar veitti einstaklingur samtökunum tíu milljóna styrk til að koma til móts við fyrirsjáanlegan tekjumissi. 15.4.2021 19:13
Drottningin situr ein við útförina Þrjátíu verða viðstödd útför Filippusar prins sem fer fram í kapellu St. Georgs við Windsor-kastala næstkomandi laugardag. Elísabet Bretadrottning, eiginkona Filippusar, mun sitja ein við útförina. 15.4.2021 17:49
„Veirufrítt samfélag“ bratt, óraunhæft og kostnaðarsamt „Ég er bara eins og aðrir, að lesa um þetta í fréttum af þessum fundi í morgun, þar sem Þórólfur lýsir þessu sem sinni skoðun,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það markmið sóttvarnalæknis að stefna að veirufríu samfélagi. 8.4.2021 23:33
„Brynjar Trump Níelsson“ hafi hundsað hagsmuni samfélagsins með Spánarferð Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er allt annað en sáttur með kveðju Brynjars Níelssonar þingmanns frá Spáni. Hann segir Brynjar reka fingur framan í sóttvarnayfirvöld með hegðun sinni og tekur undir ummæli sóttvarnalæknis að slíkt sé ekki æskilegt. 8.4.2021 23:00
Facebook og Instagram liggja niðri Fjölmargir notendur miðla í eigu Facebook eiga í erfiðleikum með að komast inn á aðganga sína. Virðist því bilunin ná til Facebook, Instagram og Whatsapp. 8.4.2021 21:27
Rauði krossinn ekki upplýstur um nýja reglugerð Rauði krossinn, sem hefur haft umsjón með farsóttar- og sóttvarnahúsum fyrir hönd stjórnvalda, var ekki upplýstur um nýja reglugerð er varðar komu fólks frá útlöndum og tekur gildi á miðnætti. Að mati Rauða krossins setur ný reglugerð sóttvarnir í uppnám. 8.4.2021 21:22
Útlit fyrir hjarðónæmi í Bretlandi á mánudag Allt bendir til þess að hjarðónæmi við kórónuveirunni náist í Bretlandi á mánudag. Spár gera nú ráð fyrir því að 73,4 prósent Breta verði komnir með mótefni við veirunni, annað hvort vegna fyrra smits eða bólusetningar. 8.4.2021 21:07