Minnisblaðið komið til ráðherra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum innanlands. 21.2.2021 17:48
Öllum fullorðnum verði boðin bólusetning fyrir 31. júlí Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur lofað því að öllum fullorðnum einstaklingum í Bretlandi standi til boða að láta bólusetja sig fyrir 31. júlí næstkomandi. Hann vill hraða bólusetningum svo hægt sé að grípa til frekari tilslakana. 20.2.2021 23:45
Mótmæltu fyrirhuguðum bólusetningum Mótmælendur komu saman í borgum víða um Ástralíu í dag og mótmæltu bólusetningum gegn Covid-19, en stefnt er að því að hefja bólusetningar á mánudag með bóluefni Pfizer. Mótmælin voru að mestu friðsæl en nokkrir voru þó handteknir í Melbourne samkvæmt staðarmiðlum. 20.2.2021 23:19
Brak úr farþegaflugvél hrundi á íbúabyggð Brak úr hreyfli flugvélar United Airlines hrundi niður á íbúðabyggð nærri Denver í Colorado eftir að vélin tók á loft frá flugvellinum í Denver. 231 farþegi og tíu áhafnarmeðlimir voru um borð, en flugvélin náði að snúa aftur og lenda með alla heila á húfi. 20.2.2021 22:56
Norðmenn senda „fallinn engil“ í Eurovision Tónlistarmaðurinn TIX vann í kvöld Melodi Grand Prix, undankeppni Norðmanna fyrir Eurovision-söngvakeppnina, í kvöld. Lagið heitir Fallen Angel og verður framlag Noregs í ár. 20.2.2021 22:38
Guðmundur Felix fer yfir stöðuna: „Ég verð betri með degi hverjum“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handaágræðslu í Frakklandi í síðasta mánuði, hefur birt nýtt myndband þar sem hann fer yfir stöðu mála eftir aðgerðina. Hann segist verða betri með degi hverjum og stefnt er að því að hann hefji endurhæfingu um mánaðamót. 20.2.2021 22:12
Tveir með fyrsta vinning Tveir fengu fyrsta vinning í Lottó í kvöld og hlýtur hvor 10.823.520 krónur. Annar vinningsmiðinn var keyptur í Snælandi í Núpalind en hinn í Lottó-appinu. 20.2.2021 21:17
Listaháskólinn mun sjá um kvikmyndanám á háskólastigi Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að Listaháskóli Íslands muni annast kvikmyndanám á háskólastigi. Bæði Listaháskólinn og Kvikmyndaskólinn lýstu yfir áhuga á því að kenna námið á háskólastigi. 20.2.2021 20:30
Forsetaframboðið kornið sem fyllti mælinn Rapparinn Kanye West telur forsetaframboð sitt hafa verið það sem gerði endanlega út af við hjónaband hans og Kim Kardashian. Þetta hefur People eftir heimildarmönnum. 20.2.2021 20:12
Afreksvæðingin geti leitt til kvíða og sálrænna vandamála Fræðimenn í íþrótta- og félagsfræðum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar mikillar umræðu um heimildarmyndina Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. Umræðan hefur verið fyrirferðarmikil undanfarna daga en myndin var frumsýnd fyrir rúmlega viku síðan og hafa fræðimenn lýst yfir efasemdum um ágæti hennar. 20.2.2021 18:13