Hrossin troða snjó upp að kvið „Ég kemst ekki með dráttarvélina í gegnum hliðið, við getum bara hent rúllunni yfir hliðið, og þá fórum við af gjafasvæðinu sem þau eru búin að traðka niður. Þá er snjórinn bara eins og hann kemur fyrir.“ 23.1.2021 21:03
Kristrún hættir hjá Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir mun láta af störfum sem aðalhagfræðingur hjá Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marinó Erni Tryggvasyni bankastjóra til starfsmanna þar sem Kristrúnu er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. 23.1.2021 20:18
Biður Kópavogsbæ um að lagfæra verkferla Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur sent erindi til Kópavogsbæjar eftir fregnir af því að notandi svokallaðrar NPA-þjónustu hafi ekki fengið boð í bólusetningu líkt og til stóð. Hún segist vita að Kópavogsbær vilji tryggja fötluðu fólki jafnræði og vonast til að farið verði yfir verkferla. 23.1.2021 19:19
Yfir tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir tvö þúsund mótmælendur víðs vegar um Rússland í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, sem handtekinn var síðustu helgi við komuna til Rússlands. Óeirðalögregla beitti mikilli hörku og voru sumir mótmælendur beittir ofbeldi og dregnir í burtu. 23.1.2021 18:40
Ráðherra sem mælti með sírópi gegn veirunni smitaður Pavithra Wanniarachchi, heilbrigðisráðherra Sri Lanka, hefur greint með kórónuveiruna. Ráðherrann greindist í gær og er sá fjórði í núverandi ríkisstjórn til að greinast. 23.1.2021 17:53
Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. 22.1.2021 23:15
Harma að myndlistamenn tortyggi eigin fulltrúa Samband íslenskra myndlistarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um úthlutunarnefnd starfslauna myndlistarmanna. Yfirlýsingin kemur í kjölfar gagnrýni Snorra Ásmundarsonar myndlistarmanns, sem telur vinagreiða ráða för við úthlutunina. 22.1.2021 22:35
Fjölnir sigraði Snorra í formannskjörinu Fjölnir Sæmundsson, lögreglufulltrúi og varaþingmaður Vinstri grænna, hefur verið kjörinn nýr formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna. Hann bar sigur úr býtum gegn Snorra Magnússyni sitjandi formanni. 22.1.2021 22:23
Áhyggjuefni að færri fari í sýnatöku Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir fulla ástæðu til að gleðjast yfir þeim árangri sem hefur náðst í baráttunni við kórónuveiruna í þessari þriðju bylgju faraldursins. Enginn smit greindust innanlands í gær, en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku. 22.1.2021 21:35
Réttarhöldin hefjast í næstu viku Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefjast í öldungadeild bandaríska þingsins í næstu viku. Þetta sagði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni í dag. 22.1.2021 21:00