Veginum um Ólafsfjarðarmúla lokað vegna snjóflóðs Veginum um Ólafsfjarðarmúla á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur hefur verið lokað vegna snjóflóðs sem féll yfir veginn. Starfsmenn Vegagerðarinnar komu að snjóflóðinu um kvöldmatarleytið. 18.1.2021 20:20
Handtekinn eftir 130 tilefnislaus símtöl í Neyðarlínuna Lögreglan á Suðurlandi handtók á laugardag einstakling sem hafði hringt 130 sinnum í Neyðarlínuna frá morgni til hádegis án ástæðu. Viðkomandi var handtekinn á hosteli á Selfossi þar sem hann dvaldi, en þar brást hann ókvæða við og hrækti á lögreglumenn. 18.1.2021 19:33
Ótækt að bera saman tilkynningar um aukaverkanir Moderna og Pfizer Alls hafa sextán aukaverkanir verið tilkynntar eftir bólusetningar með bóluefni Moderna en aðeins ein er talin alvarleg. Í því tilfelli fékk einstaklingur ofnæmisviðbrögð eftir bólusetninguna. 18.1.2021 18:34
Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. 16.1.2021 16:13
Fjögur börn voru í bústaðnum Óttast er að fimm hafi látist þegar sumarbústaður brann til grunna í í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í nótt. Sex dvöldu í bústaðnum þegar eldurinn kom upp en einn komst út af sjálfsdáðum. 16.1.2021 15:09
Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16.1.2021 14:16
Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16.1.2021 13:05
Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16.1.2021 11:06
Fimm saknað eftir bruna í sumarbústað Fimm er saknað eftir að bústaður brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í nótt. Lögreglu barst tilkynning klukkan 04:30 að staðartíma eftir einn úr bústaðnum náði að láta nágranna vita. 16.1.2021 10:57
Búast ekki við að rýmingu verði aflétt strax Rýming er enn í gildi á Seyðisfirði og fylgjast sérfræðingar náið með stöðunni. Talsverðri úrkomu var spáð á Seyðisfirði í nótt en var hún þó minni en búist var við. Sérfræðingar gera allt eins ráð fyrir því að úrkoman gæti orðið meiri í dag. 16.1.2021 10:17