Telur árið vera það erfiðasta frá upphafi Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir árið sem er að líða vera það erfiðasta fyrir Icelandair og fluggeirann í heild sinni frá því að ferðalög hófust. Krísan hafi verið fordæmalaus og breytt öllum áætlunum fyrir ár sem stefndi annars í að vera með þeim stærri frá upphafi. 30.12.2020 19:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fimmtán er saknað og fjöldi húsa gjörónýtur eftir að leirskriður féllu á norska bæinn Ask, norðaustur af Osló, í morgun. Skriða féll um eitt hundrað metrum frá húsi íslenskrar konu. 30.12.2020 18:00
„Við verðum bara að vinna úr því sem við höfum“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að margir sem starfa í heilbrigðisþjónustu og telja sig útsetta fyrir kórónuveirusmiti munu þurfa að bíða í einhvern tíma eftir bóluefni þar sem þeir eru ekki fremstir í forgangsröðuninni. Sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt mjög að vera í fjórða forgangshópi samkvæmt reglugerð á meðan annað heilbrigðisstarfsfólk er í fyrstu hópum. 30.12.2020 17:54
Fleiri útköll vegna veðurs Fleiri björgunarsveitir hafa verið kallaðar út eftir hádegi vegna veðurs. Um foktjón er að ræða í öllum tilfellum en nokkrar beiðnir um aðstoð hafa meðal annars borist í Reykjavík. 27.12.2020 14:50
Ritari Vinstri grænna: „Mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar“ Ingibjörg Þórðardóttir, ritari Vinstri grænna, segir veru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem sóttvarnareglum var greinilega ekki fylgt, það alvarlega að hann ætti að segja af sér. Hún sé þó ekki þeirrar skoðunar að samstarfsflokkarnir ættu að krefjast afsagnar. 27.12.2020 14:44
Sigmundur Davíð segir kirkjuna hafa gengið of langt með Trans-Jesú Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerir trúmál að umfjöllunarefni í nýjum pistli í The Spectator. Nánar tiltekið beinir hann sjónum sínum að kristinni trú og sakar kirkjuna um að koma að stefnumálum í anda róttækra sósíalista eða umhverfissinna. Það sé útséð að slíkt gangi ekki upp. 27.12.2020 13:45
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar er rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalæknir um fund hans og Kára Stefánssonar með Pfizer eftir helgi. 27.12.2020 11:44
„Enginn sem raðgreinir eins mikið og við“ Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru átta í sóttkví. Sjö greindust á landamærunum í gær. Hingað til hafa aðeins tveir greinst með nýtt afbrigði veirunnar á landamærunum, sem kennt er við Bretland, og varð engin breyting þar á milli daga. 27.12.2020 11:23
Um tuttugu tilkynningar um foktjón Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í morgun vegna veðurs í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ. Gul veðurviðvörun er í gildi og hefur vindur mælst hátt í fjörutíu metrar á sekúndu. 27.12.2020 10:28
Stefna að því að bólusetja milljónir Breta í janúar Útlit er fyrir að bóluefni AstraZeneca og Oxford fari í dreifingu í Bretlandi þann 4. janúar næstkomandi. Bóluefnið hefur enn ekki verið samþykkt af yfirvöldum þar í landi en búist er við því heilbrigðisyfirvöld gefi grænt ljós á allra næstu dögum. 27.12.2020 10:24