Góðir gestir fara yfir árið 2020 á Sprengisandi Síðasti þáttur Sprengisands í ár fer í loftið klukkan tíu í dag á Bylgjunni. 27.12.2020 09:30
Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27.12.2020 09:00
Sprengingin í Nashville líklega sjálfsmorðssprengjuárás Lögregluyfirvöld í borginni Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum telja að sprengjan sem sprakk í húsbíl á jóladagsmorgun hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Líkamsleifar sem fundust nærri sprengjustaðnum eru til rannsóknar. 27.12.2020 08:32
Bólusetningar hefjast innan Evrópusambandsins Aðildarríki Evrópusambandsins munu hefja bólusetningar gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í dag. Dagsetningin 27. desember var ákveðin fyrr í mánuðinum og áttu bólusetningar að hefjast sama dag innan sambandsins til þess að sýna fram á samstöðu ríkjanna. 27.12.2020 08:00
Vistaður í fangageymslu eftir líkamsárás Líkamsárás átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur á níunda tímanum í gær. Einn var handtekinn grunaður um líkamsárás og hótanir og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Sá sem varð fyrir árásinni fór á bráðadeild til aðhlynningar, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað um áverka. 27.12.2020 07:29
Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist eiga náið samstarf með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Þeir séu ekki í neinu stríði og hann ætli sér að taka Þórólf með sér á næsta fund með lyfjaframleiðandanum Pfizer. 26.12.2020 14:30
Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. 26.12.2020 13:48
Napóleon-prófessorinn dæmdur fyrir morð Oleg Sokolov, rússneskur sagnfræðiprófessor á sjötugsaldri, hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir að myrða 24 ára gamla ástkonu sína í Sankti Pétursborg á síðasta ári. Upp komst um morðið þegar handleggir konunnar fundust í bakpoka hans. 26.12.2020 13:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar heyrum við í Þórólfi Guðnasyni varðandi stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. 26.12.2020 11:50
Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. 26.12.2020 11:31