Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Arsenal tapaði í fyrsta sinn á heimavelli gegn Bournemouth í gær. Tap sem Skytturnar þurfu ekki á að halda fyrir seinni undanúrslitaleikinn gegn PSG í Meistaradeildinni á miðvikudag, en ætla að nýta sér til góðs. 4.5.2025 09:01
„Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ HSÍ tilkynnti í gær um ráðningu Þóris Hergeirssonar til sambandsins sem ráðgjafa í afreksmálum. Hann verður í 30 prósent starfi en kveðst munu beita sér 100 prósent. Þá er hann stoltur af því að geta skilað af sér til íslensks handbolta. 4.5.2025 08:02
Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Að venju má finna sneisafulla sunnudags dagskrá á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. 4.5.2025 07:03
Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Kevin Müller, markmaður Heidenheim í þýsku úrvalsdeildinni, fékk harkalegt höfuðhögg í leik liðsins gegn VFL Bochum í gær og var fluttur á spítala. Hann fékk heilahristing en er nú á batavegi, óvíst er hversu lengi hann verður frá keppni. 3.5.2025 23:18
„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Hörður Axel Vilhjálmsson er hættur í körfubolta. Álftanes féll úr leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og Hörður tilkynnti eftir leik að skórnir væru á leið upp á hillu. 3.5.2025 21:32
Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Eggert Aron Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Brann í 2-4 sigri gegn Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var fimmti sigur Brann í röð eftir tap í fyrstu umferðinni og lærisveinar Freys Alexanderssonar komust upp í efsta sæti deildarinnar. 3.5.2025 19:24
Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Hamar jafnaði úrslitaeinvígið upp á sæti í úrvalsdeildinni 1-1 með 122-103 sigri gegn Ármanni. 3.5.2025 19:04
Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Arsenal komst yfir en tapaði 1-2 gegn Bournemouth í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Miðvörðurinn Dean Huijsen jafnaði um miðjan seinni hálfleik og Evanilson skoraði sigurmarkið skömmu síðar. 3.5.2025 18:30
Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Norsku meistararnir í Kolstad komust í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð eftir að hafa snúið gengi sínu við í undanúrslitaeinvíginu gegn Nærbø. 3.5.2025 18:16
Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar TTH Holstebro, liðið sem Arnór Atlason þjálfar, vann 35-32 gegn Bjerringbro-Silkeborg í þriðju umferð riðlakeppninnar sem veitir sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Sigurinn skaut TTH Holstebro upp í annað sætið, upp fyrir Fredericia, liðið sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar. 3.5.2025 17:58