Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Juventus hefur enn ekki tapað leik og er eina lið ítölsku úrvalsdeildarinnar sem getur státað sig af því. Taplausa hrinan hélt áfram með 2-0 sigri gegn Udinese í dag. 2.11.2024 19:20
Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Veszprém og Pick Szeged eru jöfn í efsta sæti ungversku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Bæði lið unnu sína leiki í dag og mætast innbyrðis í næstu umferð. 2.11.2024 18:38
Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Kolbeinn Þórðarson skoraði mark Göteborg í 1-1 jafntefli gegn Kalmar í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. 2.11.2024 18:28
Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Guðlaugar Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth Argyle annan leikinn í röð en liðið mátti þola slæmt 3-0 tap gegn Leeds. 2.11.2024 17:51
Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Nottingham Forest fór upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn West Ham. Southampton tók á móti Everton og vann sinn fyrsta leik á tímabilinu, líkt og Ipswich vonaðist til gegn Leicester en þeir skoruðu jöfnunarmark í uppbótartíma. 2.11.2024 17:19
Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Liverpool tryggði sér efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri gegn Brighton á Anfield. Heimamenn lentu undir en tvö mörk á tveimur mínútum í seinni hálfleik tryggðu sigurinn. Manchester City tapaði samtímis gegn Bournemouth og Liverpool er því með tveggja stiga forystu á toppnum. 2.11.2024 17:00
Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Bournemouth tók á móti Manchester City og vann 2-1 sigur. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir gegn Englandsmeisturunum sem áttu erfitt með að skapa sér góð færi. Tapið þýðir að Liverpool situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, City er þar á eftir með 23 stig. 2.11.2024 17:00
Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Vegna hamfaranna á Spáni verður einnar mínútu þögn viðhöfð í öllum leikjum sem fara fram í spænska fótboltanum um helgina, en öllum leikjum í Valencia héraði hefur verið frestað. Real Madrid hefur heitið milljón evra til aðstoðar. 1.11.2024 07:02
Dagskráin í dag: KR til Keflavíkur áður en Körfuboltakvöld tekur við Það er fullt af fjöri að finna þennan föstudaginn á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Æfingar fyrir Formúlu 1 kappakstur helgarinnar, hörkuslagur í næstefstu deild Englands, golf í Japan og tveir leikir í Bónus deild karla sem verða svo gerðir upp á Körfuboltakvöldi. 1.11.2024 06:00
Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Jose Mourinho er enn að læra hvernig best sé að stýra æfingu þrátt fyrir að hafa starfað sem knattspyrnuþjálfari í rúm tuttugu ár. Hann varð fyrir meiðslum og haltraði af æfingu Fenerbahçe í dag. 31.10.2024 23:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent