Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Samhliða forsetakosningum í Bandaríkjunum í gær voru atkvæði greidd um rétt kvenna til þungunarrofs í nokkrum ríkjum. Íbúar Flórída urðu fyrstir til þess að fella tillögu um stjórnarskrárbreytingu sem festir réttinn í sessi. 6.11.2024 08:07
Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Karlmaður á Vesturlandi hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot, meðal annars með því að hafa ógnað barnsmóður sinni með haglabyssu. Konan kvaðst fyrir dómi hafa verið búin að kveðja börnin sín í huganum umrætt sinn. 5.11.2024 15:49
Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. 5.11.2024 13:55
Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál SÁÁ býður frambjóðendum allra flokka í pallborð þar sem talað verður um viðhorf og væntingar frambjóðenda til áfengis-og vímuefnameðferðar, endurhæfingar, forvarna og skaðaminnkunnar. Beina útsendingu frá pallborðinu má sjá í fréttinni. 5.11.2024 12:23
Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót. 5.11.2024 12:14
Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. 5.11.2024 11:51
Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Samtök iðnaðarins hafa boðað til kosningafundar með formönnum þeirra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi. Samtök iðnaðarins vilja með fundinum leggja sitt af mörkum til uppbyggilegrar umræðu í aðdraganda kosninga og vekja athygli á þeim málefnum sem brýnust eru fyrir samkeppnishæfni Íslands. 5.11.2024 11:31
Akademias tekur yfir rekstur Avia Fræðslufyrirtækið Akademias tók nýverið yfir rekstur Avia, sem stofnað var árið 2021 og þjónustar nú þegar um fimmtán þúsund notendur hjá um fjörutíu vinnustöðum. 4.11.2024 15:45
Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Guðni Tómasson, fráfarandi menningarritstjóri Ríkisútvarpsins, hefur verið verið ráðinn framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 4.11.2024 14:29
Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4.11.2024 12:40