„Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 5. desember 2025 17:42 Þórunn Sveinbjarnardóttir er forseti Alþingis. Vísir/Anton Brink Svo virðist sem fokið hafi í Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hafa gert tíu mínútna hlé á þingfundi. Þetta herma heimildir Vísis innan úr þinghúsinu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Líkt og Vísir fjallaði um í dag fóru þingmenn stjórnarandstöðunnar hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta, sem virðist notuð til þess að ræða ýmislegt annað en fundarstjórn þessa dagana, og ræddu þessar vendingar í málum samgönguáætlunar í fjölda ræðna. Þegar sex þingmenn höfðu flutt ræðu kvaddi forseti sér hljóðs og minnti þingmenn á tímamörk og einnig að verið væri að tala undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég bið háttvirta þingmenn um að virða þingsköpin.“ Hvatti þingmenn til að ræða við sína formenn Þá kom dagskrá þingsins til umræðu eftir að Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist skynja það á þingmönnum og finna ákall úr samfélaginu öllu að nýkynnt samgönguáætlun kæmist á dagskrá þingsins. Þingmenn fengu tækifæri til að ræða hana, vísa henni til nefndar og að hún fengi gott umsagnarferli. „Ég óska eftir því við hæstv. forseta að við reynum að finna tíma til að koma samgönguáætlun á dagskrá milli umræðna í fjárlögum. Þá getum við einmitt tekið og rætt samgönguáætlun, sent hana svo til nefndar og vísað til umsagnar þar sem við höfum góðan tíma yfir jólin, inn í janúar, til að vera með lengra umsagnarferli í svona stóru og mikilvægu máli.“ Óhætt er að segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið illa í þessa tillögu Guðmundar Ara. Fimm þingmenn stigu í ræðustól til þess að mótmæla tillögu Guðmundar Ara, áður en Þórunn kvaddi sér aftur hljóðs. „Það er rétt að forseti upplýsi háttvirta þingmenn um að þingflokksformenn allra þingflokka á Alþingi eru upplýstir um gang mála hér og einnig um það hvað er fyrirhugað að setja á dagskrá þingfunda eftir helgi. Ég mæli með því að háttvirtir þingmenn ræði við þingflokksformenn flokka sinna og kynni sér hvað er í pípunum,“ sagði hún. Þingfundur hófst klukkan 13 en klukkan 13:09 tilkynnti Þórunn að hún hefði ákveðið að gera tíu mínútna hlé á þingfundi og kalla til fundar með þingflokksformönnum. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðu nærstaddir Þórunni segja þegar hún gekk niður úr stóli forseta. Þórunn hefur ekki svarað fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Samfylkingin Samgönguáætlun Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hugsanlegt oddvitaefni gæti tilkynnt framboð í kvöld Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Þetta herma heimildir Vísis innan úr þinghúsinu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Líkt og Vísir fjallaði um í dag fóru þingmenn stjórnarandstöðunnar hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta, sem virðist notuð til þess að ræða ýmislegt annað en fundarstjórn þessa dagana, og ræddu þessar vendingar í málum samgönguáætlunar í fjölda ræðna. Þegar sex þingmenn höfðu flutt ræðu kvaddi forseti sér hljóðs og minnti þingmenn á tímamörk og einnig að verið væri að tala undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég bið háttvirta þingmenn um að virða þingsköpin.“ Hvatti þingmenn til að ræða við sína formenn Þá kom dagskrá þingsins til umræðu eftir að Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist skynja það á þingmönnum og finna ákall úr samfélaginu öllu að nýkynnt samgönguáætlun kæmist á dagskrá þingsins. Þingmenn fengu tækifæri til að ræða hana, vísa henni til nefndar og að hún fengi gott umsagnarferli. „Ég óska eftir því við hæstv. forseta að við reynum að finna tíma til að koma samgönguáætlun á dagskrá milli umræðna í fjárlögum. Þá getum við einmitt tekið og rætt samgönguáætlun, sent hana svo til nefndar og vísað til umsagnar þar sem við höfum góðan tíma yfir jólin, inn í janúar, til að vera með lengra umsagnarferli í svona stóru og mikilvægu máli.“ Óhætt er að segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið illa í þessa tillögu Guðmundar Ara. Fimm þingmenn stigu í ræðustól til þess að mótmæla tillögu Guðmundar Ara, áður en Þórunn kvaddi sér aftur hljóðs. „Það er rétt að forseti upplýsi háttvirta þingmenn um að þingflokksformenn allra þingflokka á Alþingi eru upplýstir um gang mála hér og einnig um það hvað er fyrirhugað að setja á dagskrá þingfunda eftir helgi. Ég mæli með því að háttvirtir þingmenn ræði við þingflokksformenn flokka sinna og kynni sér hvað er í pípunum,“ sagði hún. Þingfundur hófst klukkan 13 en klukkan 13:09 tilkynnti Þórunn að hún hefði ákveðið að gera tíu mínútna hlé á þingfundi og kalla til fundar með þingflokksformönnum. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðu nærstaddir Þórunni segja þegar hún gekk niður úr stóli forseta. Þórunn hefur ekki svarað fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Samfylkingin Samgönguáætlun Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hugsanlegt oddvitaefni gæti tilkynnt framboð í kvöld Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira