Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Forsvarsmenn Bónuss og Jysk hafa samið við Reiti um verslunarhúsnæði í Korputúni. Vegagerð er þegar hafin í nýju atvinnuhverfinu, sem rísa mun við Vesturlandsveg á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Svæðið tilheyrir Blikastaðalandi í Mosfellsbæ þar sem fyrirhuguð er umfangsmikil uppbygging nýs íbúðahverfis. 9.9.2024 10:54
Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6.9.2024 13:31
Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Pipar\TBWA auglýsingastofa hefur ráðið Margréti Stefánsdóttur almannatengil og Silju Björk Björnsdóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum í samskipta- og almannatengslateymi stofunnar, sem Lára Zulima Ómarsdóttir leiðir. 6.9.2024 12:31
Sumarið það hlýjasta frá upphafi Sumarið sem líður er það hlýjasta á jörðinni frá upphafi mælinga, að sögn vísindamanna Kópernikusar, loftslagsstofnunar Evrópu. 6.9.2024 09:08
Gaf syni sínum byssu þrátt fyrir hótanir um skotárás Faðir Colt Gray, fjórtán ára piltsins sem grunaður er um að hafa myrt fjóra í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið handtekinn og á yfir höfði sér ákæru. 6.9.2024 06:50
Fjöldi grunnskólabarna lést í eldsvoða Sautján grunnskólabörn hið minnsta fórust í eldsvoða í grunnskóla í Kenía í gærkvöldi. 6.9.2024 06:43
Missti fótana á Kastárfjalli í hádeginu og er enn leitað Göngumaður á Kastárfjalli á Stokksnesi austan Hafnar rann í skriðum og hruflaðist um hádegisbilið í dag. Björgunarsveitir leita mannsins enn á fjallinu. 5.9.2024 16:07
Skútur rekur á land í röðum Þrjár skútur hefur rekið í land við Pollinn á Ísafirði það sem af er degi, eftir að hafa slitnað af legufærum í höfninni. Einni skútunni var komið í tog í morgun og bjargað en of slæmt er í sjóinn eins og er til að bjarga hinum tveimur. 5.9.2024 15:45
Nýnemaballi fimm skóla frestað Sameiginlegu nýnemaballi fimm framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu hefur verið frestað vegna hnífstunguárásarinnar mannskæðu sem framin var á menningarnótt. 5.9.2024 14:45
Vísbendingar um að land rísi enn á ný GPS mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Á sama tíma hefur dregið úr flæði frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Það bendir til þess að innflæði í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi sé meira en flæði úr eldgosinu á yfirborðinu. 5.9.2024 14:03