Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fundu bróður sinn fyrir hreina til­viljun eftir ára­tuga leit

Snemma á níunda áratugnum fengu hálfsysturnar Ingibjörg Gréta og Magga Gísladætur að vita að faðir þeirra hefði eignast son áður en þær tvær fæddust. Drengurinn hafði verið gefinn til ættleiðingar og ekkert var vitað um afdrif hans. Þrátt fyrir langa og ítarlega leit, sem spannaði hartnær fjóra áratugi, tókst systrunum ekki að hafa uppi bróður sínum.

Ætlaði ekki að verða þrí­tug og enn með sín brjóst

„Mér persónulega hefði ekki dottið í hug fyrir tíu árum að í erfðamengi mínu væri tifandi tímasprengja,“ segir Bergfríður Þóra Óttarsdóttir. Hún var 24 ára gömul þegar hún fékk að vita að hún væri arfberi íslensku BRCA 2 erfðabreytunnar, sem vegna krabbameinshættu styttir ævilengd arfberanna að meðaltali um sjö ár. Vitneskjan gaf henni tækifæri á því að gera ráðstafanir til að gangast undir brjóstnám og draga þannig verulega úr líkunum á brjóstakrabbameini.

Lífið breyttist vegna gá­leysis leigu­bíl­stjóra

Þórunn Óskarsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum, þegar hún var farþegi í leigubíl ásamt tveimur öðrum. Dómstólar komust síðar að þeirri niðurstöðu að slysið hefði orsakast af stórfelldu gáleysi leigubílstjórans og var hann sakfelldur fyrir brot á umferðar- og hegningarlögum. 

„Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“

Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum.

Biðja Unni Eddu af­sökunar

„Þetta gefur manni svolítinn auka kraft til að halda áfram baráttunni við þetta ljóta mein sem einelti kann að skilja eftir í sálinni manns,“ segir Unnur Edda Björnsdóttir. Hún steig fram í viðtali á Vísi síðastliðinn miðvikudag og greindi frá hrottalegu einelti sem hún varð fyrir í grunn- og framhaldsskóla.

Allur skólinn horfði á en enginn gerði neitt

Unnur Edda Björnsdóttir varð fyrir hrottalegu einelti og útskúfun í grunnskóla og framan af í framhaldsskóla. Viðbrögð kennara og skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Hún flosnaði að lokum upp úr námi. Á tímabili var líðan hennar svo slæm að hún íhugaði að svipta sig lífi.

Annar og betri maður eftir slysið ó­hugnan­lega í lauginni

Það eru ekki margir sem búa að þeirri lífsreynslu að hafa dáið og verið lífgaðir við. Viktor Aron Bragason er hins vegar einn af þeim. Þann 6. október árið 2013 fannst hann meðvitundarlaus í sundlaug. Þökk sé skjótum viðbrögðum tveggja sundlaugargesta er hann enn á meðal lifandi.

Þegar pönkararnir héngu á Hlemmi

Á níunda áratug síðustu aldar gegndi Hlemmur öðru hlutverki sem samkomustaður en í dag. Þegar skýlið á Hlemmtorgi var opnað á sínum tíma var í fyrsta sinn komið opið almenningsrými á Íslandi, þar sem fólk, óháð stétt og stöðu, gat leitað skjóls. Þar sem nú er mathöll var því fyrr á árum nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir einstaklinga sem lifðu utan við og á jaðri samfélagsins.

Sjá meira