„Þetta er mjög löng og ströng barátta sem er framundan“ Hin þriggja ára gamla Glódís Lea Ingólfsdóttir greindist með illvígt krabbamein í júlí síðastliðnum og í kjölfarið snerist líf hennar og fjölskyldunnar á hvolf. Undanfarna mánuði hefur Glódís þurft að gangast undir stranga lyfjameðferð til að vinna bug á meininu og baráttunni er enn ekki lokið. 3.11.2023 07:01
Útskrifaðist með áttundu háskólagráðuna 74 ára gömul Kristín Thorberg útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri síðastliðið vor. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Kristín fagnar 75 ára afmæli sínu á næstunni og lögfræðigráðan var hennar áttunda háskólagráða. Hún er hvergi nærri hætt. 30.10.2023 07:00
Ætla ekki að fagna of snemma í þetta skiptið „Ég á frábæra foreldra. Þau hafa staðið sig eins og algjörar hetjur í þessum kringumstæðum og í umönnun hennar. En að annast fullorðinn einstakling með fjölþætt vandamál í langan tíma tekur sinn toll af öllum. Með hverju árinu verður þetta verkefni þyngra og flóknara,“ segir Sara Bryndís Emilsdóttir. 28.10.2023 07:55
„Ég veit fyrir víst að ég fer ekki sömu leið og mamma“ „Ég vil fara með reisn, ef ég fæ þá sjúkdóma sem elsku mamma greindist með þá vil ég fá að stimpla mig út áður en það kemur að því að leggjast inn á stofnun þar sem ég missi allan rétt til samfélagsins,“ segir Sonja Karlsdóttir en hún gagnrýnir harðlega þá meðhöndlun sem Helga Magnea Magnúsdóttir, móðir hennar fékk á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu á Nesvöllum. Segir hún móður sína hafa sætt mikilli vanrækslu og í endann hafi hún verið í sett í lífslokameðferð án vitundar aðstandenda. Aðstæðurnar á hjúkrunarheimilinu hafi verið nöturlegar og niðurdrepandi. 23.10.2023 07:00
Svona leit Akureyri út árið 1946 Akureyri á árunum eftir seinna stríð. Oddeyri er nánast fullbyggð og byrjað er að rísa hús við Víðivelli, Sólvelli og Reynivelli sunnarlega á Eyrinni. Víða má sjá ferningslaga hús með valmaþaki. 22.10.2023 11:01
Dreymir um að finna blóðföður sinn María Ósk Jónsdóttir var ættleidd við fæðingu árið 1976 og var orðin 21 árs þegar hún kynntist blóðmóður sinni. Undanfarin ár hefur hún reynt að hafa uppi á blóðföður sínum en þar sem hún hefur úr litlum upplýsingum að moða hefur leitin gengið nokkuð brösuglega. 22.10.2023 09:01
Vilji Ívars var skýr Ívar Örn Edvardsson var einungis 54 ára þegar hann lést í fyrravor. Hann hafði alla tíð verið mikill talsmaður líffæragjafar. Fjölskylda hans finnur huggun í því að annað fólk lifi áfram fyrir tilstilli Ívars. Áhugi þeirra á gjöfinni var slíkur að þau festu á filmu þegar líffærin voru flutt úr landi og á sjúkrahús í Svíþjóð. 21.10.2023 07:01
Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð. 16.10.2023 14:00
„Lífið verður aldrei eins" Kormákur Darri Bjarkason fannst látinn í íbúð sinni á Akureyri þann 15. júní í fyrra. Dánarorsökin var of stór skammtur af ópíóíðum. Kormákur Darri var sjómaður að atvinnu og sinnti fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Hann var virkur í samfélaginu og átti enga fyrri sögu um neyslu. Aðstandendur hans sitja eftir með ótal spurningar sem þau fá aldrei svör við. 15.10.2023 10:02
Sex Íslendingar hafa horfið erlendis undanfarinn áratug Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára karlmanns, sem hefur verið týndur í Dóminíska Lýðveldinu frá 10. september. Frá því um miðja síðustu öld hafa hátt á annan tug Íslendinga horfið á erlendri grundu. 14.10.2023 07:00