Ný sería af Sönnum íslenskum sakamálum: Skáksambandsmálið og bruninn á Bræðraborgarstíg Ný þáttaröð af Sönnum íslenskum sakamálum kom út á Storytel í gær. Þar mun Sigursteinn Másson taka fyrir fimm sakamál sem komið hafa upp hér á landi. Skáksambandsmálið svokallaða og bruninn á Bræðraborgarstíg eru á meðal þeirra mála sem tekin verða fyrir í þáttunum. 23.5.2023 20:00
Hafa fengið heimild til að flytja inn gjafasæði til Íslands Landlæknisembættið í Noregi hefur gefið Livio grænt ljós á að hefa útflutning á gjafasæði til Íslands og Svíþjóðar. Hér á landi hefur sæðisgjöf, þar sem valið er úr sæðisbanka, verið notuð frá árinu 1991, en einungis með sæði frá Danmörku. 22.5.2023 16:48
Framsal ekki mögulegt í tilfelli Svedda tannar Sverrir Þór Gunnarsson hefur neitað að tjá sig í yfirheyrslum brasilísku alríkislögreglunnar í tengslum við umfangsmikla sakamálarannsókn þar í landi. Sem stendur er hann vistaður í fangelsi í Rio de Janeiro. Ekki kemur til greina að framselja Svedda til Íslands. 22.5.2023 10:37
Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21.5.2023 09:01
Feginn að vera laus við nikótínið „Hefði ég staðið mig betur án snus? Ég held það,“ segir Arnar Þór Viðarsson fyrrum landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu og vísar þar í notkun á nikótínpúðum. 20.5.2023 19:01
Hálfíslensk leikkona á uppleið í Bandaríkjunum Alyssa Marie Guðsteinsdóttir hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem leikkona, leikstjóri og handritshöfundur vestanhafs og hefur meðal annars leikið í vinsælum þáttaseríum á borð við Chicago Med, Empire, og The Chi. Alyssa á íslenskan föður og bandaríska móður og segir uppruna sinn ávallt vekja athygli, en í Bandaríkjunum er hún þekkt undir nafninu Alyssa Thordarson. 20.5.2023 16:01
„Þetta er eitthvað sem hann lifir með, og lærir að lifa með“ „Maður rekur sig á ýmsa hluti sem maður getur ekkert gert. Maður er alltaf lengur að klæða sig og það er stórmal að klæða sig stundum,"segir Guðjón Jónsson fyrrverandi veggfóðrara- og dúklagningameistari en hann greindist með Parkinson sjúkdóminn fyrir sextán árum. 18.5.2023 20:00
Þurfti að geyma vinnufötin í plastkassa vegna myglu Á dögunum sendi starfsfólk Laugarnesskóla borgarstjóra opið bréf þar sem það krefst úrbóta á starfsaðstæðum. Dæmi eru um að starfsfólk hrökklist úr starfi vegna veikinda sem rakin eru til myglu og raka. Nýlega barst borgarfulltrúum ályktun frá fulltrúum starfsfólks Laugarnesskóla sem segir komið að þolmörkum. 18.5.2023 08:30
Giftu sig í fjórða sinn á Íslandi „Þegar ég lagði af stað í þetta óhefðbundna ævintýralíf þá hafði ég síst af öllu ímyndað mér að ég ætti eftir að gifta mig- hvað þá að ég ætti eftir gera það í lítilli kirkju á Íslandi, af öllum stöðum.“ 14.5.2023 21:01
„Á Íslandi er fólk ekki að fela það hverjum það sefur hjá“ „Fyrst upp í rúm, svo er farið á stefnumót. Á Íslandi er fólk ekki að fela það hverjum það sefur hjá eða hversu marga bólfélaga það á. Í mörgum löndum er venjan að karlmaður bjóði konu á stefnumót og reyni að ganga í augun á henni. En á Íslandi skiptir kyn eiginlega ekki máli þegar kemur að viðreynslu, það veltur á því hvor einstaklingurinn hefur áhuga á hinum. Þegar kemur að fyrsta stefnumóti er oftast um tvo kosti að velja: keyra um í hringi eða stunda kynlíf.“ 14.5.2023 20:01