fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þúsund skjálftar frá miðnætti

Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti í nótt. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að mesta skjálftavirknin sé í sunnanverðu Fagradalsfjalli eins og verið hefur undanfarna daga þótt hún hafi fært sig aðeins nær Nátthaga um helgina.

„Auknar líkur á eldgosi“

Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki.

„Með því sterkara sem hefur fundist“

„Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík.

Segja útilokað að rafmagnsbilanir tengist jarðhræringum

Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS veitna segir útilokað að jarðskjálftahrinann á Reykjanesi hafi valdið rafmagnsleysi í Hafnarfirði í gærkvöldi og morgun. Þetta er þriðja rafmagnsbilunin hjá HS veitum í þessum mánuði

Ekki hægt að opna gamla Suður­strandar­veg að fullu vegna grjót­hruns­hættu

Bæjaryfirvöldum í Grindavík hafa borist ábendingar um að gamli Suðurstrandarvegurinn sé lokaður. Það geti skapað hættu ef það gjósi vestan við Grindavík og komi til rýmingar um Suðurstrandarveg. Atli Geir Júlusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá bænum segir ekki hægt að opna allan veginn að svo stöddu vegna hættu á grjóthruni.

Skipar viðbragðshóp vegna mögulegs eldgoss

Ákveðið var á fundi ríkisstjórnar í morgun að skipa sérstakan hóp ráðuneytisstjóra sem er ætlað að eiga í nánu samráði við viðeigandi stofnanir til að undirbúa áætlun til að vernda mikilvæga innviði á borð við vatnsból, orkukerfi og fjarskiptakerfi ef til eldgoss kemur.

Segir forgangsmál að koma í veg fyrir frekari slys

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að bæjaryfirvöldum hafi verið mjög brugðið við slysið í Áslandshverfi og úrbætur séu þegar hafnar. Mildi sé að ekki hafi farið verr. Engar athugasemdir hafi fundist hjá bænum frá íbúum vegna slysahættu.

Sjá meira