Telur að búast megi við fyrstu bóluefnisskömmtunum um áramótin Prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af virkni bóluefnis lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech virkilega ánægjulegar. 9.11.2020 17:23
Skýra þarf reglur um fjölda í verslunum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, hefur sent skilaboð til yfirmanna í lögreglunni að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina. 1.11.2020 18:47
Lögðu út naglamottur og beittu úðavopni til að ná manni sem var talinn ógnandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita ýmsum ráðum til að stöðva för ökumanns í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglunni hafði borist tilkynning um mann sem hafði gargað úr bíl á unglinga sem voru á göngustíg við Vesturlandsveg. 1.11.2020 14:29
Grímuskylda á eldri stigum grunnskóla Börnum á yngri stigum grunnskóla landsins verður skipt niður í 50 barna hólf. Það á við um 1. bekk og til og með 5. bekk. Eldri börnum verður skipt upp í 25 barna hópa. 1.11.2020 11:51
Tveir létust vegna Covid í nótt Tveir létust af völdum Covid-19 á Landspítalanum í nótt. 1.11.2020 10:57
Ósáttir við tilmæli sem bárust fimm tímum fyrir rjúpnaveiðitímabilið Skotvís harmar að yfirvöld skuli ekki hafa verið í nánari samvinnu við félagið fyrir komandi rjúpnaveiðitímabil. Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa hvatt rjúpnaveiðimenn til að vera heima og taka þannig þátt í baráttunni við kórónuveiruna. 1.11.2020 10:52
Getur loksins keyrt hringveginn nú þegar Gamla bakaríinu hefur verið lokað Dyrum Gamla Bakarísins á Ísafirði var lokað í dag í síðasta skiptið. Árni Aðalbjörnsson bakari hefur staðið vaktina í Gamla bakaríinu í hálfa öld. Það hefur kallað á mikla viðveru sem hefur þýtt að Árni ratar ekki í Reykjavík því hann hefur bara komið þangað tíu sinnum á ævinni og hefur aldrei keyrt hringveginn. Til stendur að breyta því nú þegar hann leggur svuntuna á hilluna. 31.10.2020 21:31
Fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi - einn á sjúkrahúsi Flytja þurfti einn á sjúkrahús í nótt vegna heimilisofbeldis. Fjórar tilkynningar hafa borist um heimilisofbeldi síðasta sólarhringinn. Yfirlögregluþjónn segir málin á frumstigi rannsóknar. 31.10.2020 16:59
Aðmírállinn skoðaði öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli Hann fékk leiðsögn frá Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, en Landhelgisgæslan rekur öryggissvæðið. 31.10.2020 14:28
Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31.10.2020 11:37