Neita að hafa klippt tré til að gera mótmælendum erfiðara um vik Forsvarsmenn NBC Universal kvikmyndaversins hafna því að hafa snyrt tré á lóð sinni við Universal Studios í þeim tilgangi að gera mótmælendum erfiðara um vik í steikjandi hita. 20.7.2023 06:00
Eigi að taka meðvitaðar ákvarðanir og sleppa samviskubitinu Framkvæmdastjóri Landverndar segir að fólk eigi ekki endilega að vera með samviskubit vegna flugferða erlendis heldur taka meðvitaðar ákvarðanir um ferðir sínar, takmarka þær og taka þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. 19.7.2023 22:53
Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19.7.2023 19:26
Verð húsnæðis lækkaði á höfuðborgarsvæðinu Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt. 18.7.2023 16:31
Lýsa eftir Daníel Cross Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir hinum 18 ára Daníel Cross. Daníel er sagður vera rúmlega 190 sentímetrar á hæð, þéttvaxinn með mikið krullað hár og græn augu. 18.7.2023 15:57
Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. 18.7.2023 14:41
46 gráður á Ítalíu og varað við versnandi hitabylgju á norðurhveli jarðar Skæð hitabylgja herjar áfram á fólk víða um heim og virðist lítið lát vera á hitanum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin varar við því að hitabylgjan færist í aukana á norðurhveli jarðar í þessari viku með hærri næturhita og meiri hættu á hjartaáföllum og dauðsföllum. 18.7.2023 12:48
Framleiðandi hreinsiefna tekur yfir lífdísilframleiðslu Gefn hefur fest kaup á öllu hlutafé í fyrirtækinu Orkey á Akureyri. Félagið var áður að fullu í eigu orkufyrirtækisins Norðurorku og hefur framleitt lífdísil og íblöndunarefni úr úrgangi frá árinu 2011, einkum notaðri steikingarolíu. 18.7.2023 10:04
Nýtt lyf gegn Alzheimer's sagt marka tímamót Nýtt lyf er sagt marka tímamót í baráttunni gegn Alzheimer's sjúkdómnum eftir að niðurstöður lyfjarannsóknar gáfu til kynna að það hægi á hnignun heilans. 17.7.2023 16:48
Opna aftur fyrir aðgang fólks að gossvæðinu Búið er að opna aftur inn á gossvæðið við Litla-Hrút en almenningi hefur verið óheimilt að ganga þar um frá því á fimmtudag. Slökkvistarf vegna gróðurelda heldur áfram en lögregla telur nú óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði sem nær frá Náttaga að Keili. 17.7.2023 13:11