Facebook fer í hart og fjarlægir allar fréttir í Kanada Notendur Facebook og Instagram í Kanada munu brátt ekki verða varir við neitt fréttaefni á samfélagsmiðlunum. Breytingin tekur gildi innan fárra vikna en með tilkomu hennar verður íbúum landsins gert ókleift að deila eða skoða fréttagreinar á miðlunum, þar á meðal frá erlendum fjölmiðlafyrirtækjum. 2.8.2023 12:44
Eigendur Öskju kaupa Dekkjahöllina Eignarhaldsfélagið Vekra hefur gengið frá samningi um kaup á öllu hlutafé í Dekkjahöllinni. Vekra á meðal annars bílaumboðið Öskju, þjónustuverkstæðið Sleggjuna og Lotus bílaleigu. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. 2.8.2023 09:54
Hætt kominn þegar hann lét sig „húrra fram af“ Litla-Hrúti með svifvæng Tvær þyrlur lentu á fjallinu Litla-Hrúti í gærkvöldi og mátti litlu muna að illa færi þegar erlendur ferðamaður lét sig „húrra fram af fjallinu“ með svifvæng, að sögn lögreglu. Litli-Hrútur er á skilgreindu hættusvæði og almenningi því óheimilt að fara á fjallið. Gönguleiðir að eldgosinu verða opnar til klukkan 18 í dag og er opið inn á svæðið frá Suðurstrandavegi. 2.8.2023 08:44
Auka viðveru íslenskra stjórnarerindreka í Kænugarði Íslensk stjórnvöld stefna að því að auka viðveru sína í Úkraínu og hafa gert samkomulag við utanríkisráðuneyti Litáens um að íslenskir stjórnarerindrekar fái vinnuaðstöðu í sendiráði Litáens í Kænugarði. 2.8.2023 08:25
Lægðir fyrir sunnan land hafa áhrif á veður hér Áfram er útlit fyrir aðgerðalítið veður á landinu í dag og gert ráð fyrir norðlægri átt og þremur til tíu metrum á sekúndu. Skýjað og lítils háttar væta verður norðan- og austanlands og skúrir á Suðausturlandi. 2.8.2023 07:07
Hraunflæði minnkar og vísbending um að goslok nálgist Nýjar mælingar á hraunflæði frá eldgosinu við Litla-Hrút staðfesta að hraunrennslið fer stöðugt minnkandi. Niðurstöðurnar geta bent til þess að goslok séu í nánd. Eldgosið er orðið nokkru stærra en það sem varð í Meradölum í ágúst í fyrra. 2.8.2023 06:37
Lík fannst í tunnu við strönd á Malibu Lík karlmanns fannst í plasttunnu við strönd í Malibu í Kaliforníu-ríki í gær eftir að gæslumaður sá tunnuna fljótandi við strandlínuna. 1.8.2023 13:12
Líklegast að krafturinn haldi áfram að minnka „Gosið er klárlega minna núna en það var bara fyrir viku, maður sér það bara að þetta hefur farið minnkandi og hægst hefur mjög mikið á útbreiðslu þess. Það er búið að vera minnkandi og það er svo sem ekkert ólíklegt að það haldi þannig áfram en engu hægt að slá föstu um það.“ 1.8.2023 10:53
Opið að eldstöðvunum í dag en gosmengun gæti safnast upp Gönguleiðir að eldgosinu við fjallið Litla-Hrút verða opnar almenningi til klukkan 18 í dag líkt og fyrri daga. Opið er inn á gossvæðið frá Suðurstrandavegi. Lokun gekk vel í gær, að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum. Fáir hafi þurft á hjálp að halda en líkt og alla daga þurfi að koma einhverju fólki til aðstoðar á svæðinu. 1.8.2023 08:41
Sofa með barnið í tjaldi á pallinum Þriggja manna fjölskylda hefur búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Íbúð þeirra er sögð óíbúðarhæf vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Þau segjast hafa verið blekkt og afhent fokhelt hús sem þau hafi talið vera fullbúið. 1.8.2023 07:36