Í sjálfheldu þar sem þýskur ferðamaður lést nýverið Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út um miðja nótt eftir að tilkynning barst frá manni sem var í sjálfheldu í fjalllendi. Upphafleg staðsetning hans var talin vera á Stráfjalli og hófst leit þar um klukkan fjögur í nótt sem skilaði ekki árangri. 8.8.2022 08:33
Einn frægasti Jiu Jitsu-kappi heims skotinn í höfuðið af löggu á frívakt Leandro Lo, einn frægasti Jiu Jitsu-bardagamaður allra tíma, var skotinn í höfuðið á næturklúbbi í São Paulo í Brasilíu. Hinn 33 ára Brasilíumaður var staddur á skemmtanastað í Saude-hverfi borgarinnar þegar hann var skotinn af lögreglumanni á frívakt, að sögn lögreglu en sá er nú sagður vera á flótta. 8.8.2022 08:17
Eldur logaði við Lækjarskóla Eldur logaði í rusli á bak við Lækjarskóla í Hafnarfirði í gærkvöldi. Fram kemur í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um eld í gámi í hverfinu klukkan 21:57. 8.8.2022 07:37
Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5.8.2022 23:56
Handteknir í tengslum við umfangsmikinn innflutning á fíkniefnum Fjórir einstaklingar voru í kvöld úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 17. ágúst í þágu rannsóknar lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum. 5.8.2022 22:48
Netárás hafði áhrif á kerfi Lyfjastofnunar Lyfjastofnun varð fyrir netárás sem í dag og í gær hafði áhrif á vef sérlyfjaskrár, þjónustukerfi fyrir Mínar síður og verðumsóknarkerfi. Að sögn stofnunarinnar eru engin persónugreinanleg gögn vistuð á umræddum svæðum og engar vísbendingar enn sem komið er um að átt hafi verið við gögn. 5.8.2022 22:36
Heyrir sama munnsöfnuð núna og hann fékk fyrir þrjátíu árum Gleðiganga Hinsegin daga er gengin á morgun og eru margir í óðaönn við að klára undirbúninginn fyrir stóra daginn. Einn þeirra er tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem stendur að venju í stórræðum á þessum tíma. Í ár er þemað tónleikar á hjólum. 5.8.2022 21:46
Ekki allir sem hlusta Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. 5.8.2022 20:06
Eldgosið geti staðið í einhverja mánuði Engin merki eru um að nýjar sprungur séu byrjaðar að myndast við gosstöðvarnar í Meradölum. Líklegast er að slík sprunga myndi opnast til norðausturs þar sem kvikugangurinn liggur og fjarri þeirri hefðbundnu gönguleið sem fólk fari nú að svæðinu. 5.8.2022 19:02
Áskorun að mæta aukinni eftirspurn vegna eldgossins Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gífurlega landkynningu felast í þeim myndbirtingum og þeirri fjölmiðlaumfjöllun sem gosið hafi fengið í stórum fréttamiðlum um allan heim. Það hafi sýnt sig vel í síðasta gosi að slík kynning sé gríðarlega verðmæt fyrir Ísland sem áfangastað. 5.8.2022 08:00