Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12.8.2024 23:05
Fluttur á sjúkrahús eftir að bát hvolfdi Einn var fluttur á sjúkrahús í kvöld eftir að bát hvolfdi í Hvalfirði. Tilkynning barst um málið á áttunda tímanum og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, lögregla, áhöfn á sjómælingaskipinu Baldri og sjóbjörgunarsveitir kallaðar út. 12.8.2024 21:14
Hringveginum lokað við Borgarnes vegna elds í vörubíl Hringvegurinn er lokaður við Hafnarskóg rétt sunnan við Borgarnes eftir að eldur kviknaði í stýrishúsi vörubíls. Slökkvilið hefur ráðið niðurlögum eldsins en áfram er unnið að því að þrífa veginn og fjarlægja ökutækið. Bílstjóra sakaði ekki. 12.8.2024 19:17
Malarvagn kramdi bílstjórahús flutningabíls Pallur flutningabíls gaf sig í Grjótási í Reykjanesbæ með þeim afleiðingum að malarvagn féll á bílstjórahús bílsins. 12.8.2024 18:19
Ferðamenn í báðum bifreiðum Enn er lokað fyrir umferð um Hringveginn við Skeiðarársand eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða í Öræfasveit við Gígjukvísl upp úr klukkan 14 í dag. Tveir erlendir ferðamenn voru í hvorri bifreið og hafa þeir allir fjórir verið fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 12.8.2024 18:06
Landsvirkjun skrefi nær því að reisa fyrsta vindorkuverið Orkustofnun veitti í dag virkjunarleyfi fyrir vindorkuverið Búrfellslund við Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Landsvirkjun hyggst þar byggja upp fyrsta vindorkuver landsins. Gert er ráð fyrir að 28 til 30 vindmyllur rísi sunnan Sultartangastíflu á 17 ferkílómetra svæði og uppsett afl verði um 120 megavött. 12.8.2024 17:32
Næsta lægð nálgast landið og færir með sér gula viðvörun Gul viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út fyrir Suðausturland á morgun vegna hvassviðris þegar lægð nálgast landið síðdegis. Viðvörunin gildir frá klukkan 14 til 21 á mánudag og spáir Veðurstofan norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu í landshlutanum. 11.8.2024 23:38
Eigi að standa saman um fjárfestingu í jafnrétti til náms Ráðherrar hafa undanfarið tekist á um nytsemi gjaldfrjálsra námsgagna og máltíða í grunnskólum landsins. Háskólaráðherra segir það sóun á almannafé en barnamálaráðherra vill ganga enn lengra. Fyrrverandi borgarstjóri segir að allir eigi að standa saman um fjárfestingar í málefnum barna og jafnrétti til náms. 11.8.2024 22:58
Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. 11.8.2024 21:05
Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11.8.2024 20:17
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent