Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4.5.2022 16:51
Musk íhugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter Auðkýfingurinn Elon Musk, sem vinnur nú að því að ganga frá kaupum sínum á Twitter, segir að samfélagsmiðilinn komi mögulega til með að rukka stjórnvöld og aðila sem noti Twitter í viðskiptalegum tilgangi „vægt“ gjald fyrir notkunina. Þó muni almennir notendur ávallt geta notað Twitter að endurgjaldslausu. 4.5.2022 16:22
Ölgerðin hélt langþráða árshátíð í tékkneskum kastala Árshátíð Ölgerðarinnar var haldin með pompi og prakt í Prag í Tékklandi á laugardag þar sem 450 starfsmenn komu saman í Prag kastala. Það færist nú í aukana að fyrirtæki haldi starfsmannafögnuði sína á erlendri grundu en skömmu á undan Ölgerðinni hélt verkfræðistofan Efla árshátíð sína í Marrakesh í Marokkó. 4.5.2022 14:19
Nefna þrjár götur á Ártúnshöfða til heiðurs Eystrasaltsríkjunum Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í morgun að þrjár götur í nýja Ártúnshöfðahverfinu yrðu nefndar til heiðurs Eystrasaltsríkjunum. Verða samliggjandi göturnar nefndar Litháenbryggja, Lettlandsbryggja og Eistlandsbryggja. 4.5.2022 11:10
Losun dróst saman en áfram vantar upp í markmið Íslands Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. 3.5.2022 16:56
Kara Connect tryggir sér 828 milljónir Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga. 3.5.2022 14:36
Tix ræður þrjá úkraínska forritara Tix Ticketing hefur bætt við þremur forriturum í hugbúnaðarteymið sitt sem staðsettir eru á nýrri skrifstofu fyrirtækisins í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. 3.5.2022 11:30
Umboðsmaður Alþingis ætlar ekki að skoða söluna á Íslandsbanka Umboðsmaður Alþingis hyggst ekki skoða sölu á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka að svo stöddu en embættinu hafa borist þrjár kvartanir vegna bankasölunnar. Umboðsmaður telur ekki skilyrði til þess að fjalla efnislega um þær kvartanir eða taka málefni tengd sölunni upp að eigin frumkvæði að svo stöddu. 3.5.2022 10:56
Einvígi Mari og Þorleifs heldur áfram eftir 255 kílómetra Keppnishlaupið Bakgarður 101 stendur enn yfir og kláruðu Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hring númer 38 skömmu fyrir klukkan ellefu. Þar með hafa þau hlaupið 254,6 kílómetra á seinustu 37 klukkustundum en keppnin hófst klukkan tíu í gærmorgun. Þau hlaupa nú hring 39 en keppninni lýkur ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir. 1.5.2022 23:33
Ævinlega þakklát heilbrigðisstarfsfólki eftir „mesta tilfinningarússíbanakokteil“ lífsins Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata í Reykjavík, fæddi dreng á þriðjudag. Barnið, sem hún á með Sævari Ólafssyni íþróttafræðingi, var 16,5 merkur og 52 sentímetrar að lengd. 1.5.2022 22:03