Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kemur til greina að Ís­land sendi fólk til Úkraínu

Til greina kemur að Ísland efli stuðning við Úkraínu með því að senda þangað borgaralega sérfræðinga segir utanríkisráðherra. Beiðni Íslands um samstarfsyfirlýsingu við Evrópusambandið í öryggis- og varnarmálum er í farvegi, en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir auknu samráði við þingið.

Tveir enn á gjör­gæslu og sam­fé­lagið harmi slegið

Tveir drengjanna sem slösuðust í alvarlegu bílslysi í grennd við Hofsós á föstudagskvöld eru enn á gjörgæslu. Samfélagið í Skagafirði er harmi slegið vegna málsins að sögn setts skólameistara, en boðað hefur verið til samverustundar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á morgun.

Konan var hand­tekin í heima­húsi í Garða­bæ

Dóttir karlmanns um áttrætt sem lést á föstudag er í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun. Lögregla verst allra frekari frétta af málinu.

Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi

Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi.

Hand­tekin vegna and­láts föður síns

Kona sem grunuð er um að hafa orðið föður sínum að bana var úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Hún var handtekin í heimahúsi mannsins eftir að tilkynning barst um meðvitundarlausan mann.

Kona í gæslu­varð­haldi í tengslum við and­lát

Kona á þrítugsaldri var á föstudag úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við andlát karlmanns um áttrætt sem tengdist henni fjölskylduböndum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hinn látni faðir konunnar.

Á­lögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á al­menningi

Skattar, gjöld og tekjur ríkisins af íslenskum bönkum námu rúmum sautján hundruð milljörðum á síðustu fimmtán árum. Það samsvarar kostnaði við um átta nýja Landspítala. Formaður samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu telur tilefni til að létta á álögum ríkisins, sem að miklu leyti lendi á almenningi.

Snjallsímar undan­skildir tollunum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að undanskilja snjallsíma og tölvur frá tollum sem annars hafa verið boðaðir á vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna.

Sjá meira