Telja ekki hættu á gasmengun nema næst gosstöðvunum Eldgos heldur áfram og hraunflæði virðist vera stöðugt samkvæmt nýrri færslu Veðurstofu Íslands á Twitter. 21.3.2021 15:25
Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. 21.3.2021 14:17
Stórbrotnar ljósmyndir RAX af eldgosinu Eldgosið í Geldingadal er sagt lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Engu að síður er um magnað sjónarspil að ræða þar sem náttúrunnar öfl eru að verki og sjón er sögu ríkari. Eldtungurnar frussast upp úr gígunum og logandi hraunið flæðir í stríðum straumum líkt og þeir sem lagt hafa leið sína á vettvang hafa glögglega orðið varir við. 21.3.2021 13:00
Tilkynnt um þjófnað á tveimur heimilum á höfuðborgarsvæðinu Tilkynnt hefur verið um þjófnað á tveimur heimilum í umdæmi lögreglustöðvarinnar á höfuðborgarsvæðinu við Hverfisgötu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en ekki er tekið fram nákvæmlega um hvaða hverfi er að ræða. Umdæmið nær til miðborgarinnar, austur- og vesturbæjar og Seltjarnarness. 21.3.2021 12:13
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Talið er að um þúsund manns hafi lagt leið sín að eldgosinu í Geldingadal í nótt. Lögreglan hefur áhyggjur af illa búnu fólki sem reynir á komast á staðinn og varar við þoku sem gæti orðið á slóðum gosstöðvana í dag sem sé varasöm. 21.3.2021 11:31
Jarðskjálfti yfir þrír að stærð í nótt en virkni eldgossins stöðug Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist skammt frá Grindavík í nótt en að öðru leyti hefur verið tiltölulega lítil skjálftavirkni á jarðhræringasvæðinu á Reykjanesi frá því á miðnætti. Gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal hefur ekki mælst yfir hættumörkum á höfuðborgarsvæðinu en brennisteinsdíoxíð mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar við upphaf gossins að sögn náttúruvársérfræðings. 21.3.2021 10:42
Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21.3.2021 10:01
Alþjóðamál, mygla, vinnumarkaður og eldgos á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjá Kristjáns Kristjánssonar verður á sínum stað á Bylgjunni að loknum fréttalestri klukkan tíu. Þátturinn í dag verður fjölbreyttur að vanda og fær Kristján til sín góða gesti. 21.3.2021 09:30
„Það er auðvitað ekkert huggulegt við þetta“ Hraunflæð virðist vera nokkuð stöðugt í eldgosinu í Geldingadal og staðan að mestu óbreytt frá því Vísindanefnd almannavarna sendi frá sér tilkynningu um stöðu mála fyrr í kvöld. Um fimm hundruð jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðasta sólarhringinn og var sá stærsti ekki nema 2,8 að stærð. Grannt er fylgst með gangi mála hvað varðar gosið sjálft og hugsanlega gasmengun af völdum þess. Von er á nýjum myndum frá gervihnetti á morgun. 20.3.2021 23:55
Stefán Vagn og Lilja Rannveig leiða lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Stefán Vagn Stefánsson hlaut flest atkvæði í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga. Stefán Vagn hlaut 580 atkvæði í fyrsta sæti og þá hlaut Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir 439 atkvæði í fyrsta og annað sæti en hún sóttist eftir öðru sæti. Halla Signý Kristjánsdóttir, sitjandi þingmaður Framsóknarflokksins, hlaut 418 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. 20.3.2021 22:25