Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2025 20:01 Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. Vísir/Stefán Atvinnuþátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði er betri en meðal innfæddra og hlutfallslega fleiri þeirra eru háskólamenntaðir. Þeir hafa hins vegar lægri tekjur og eru í verri stöðu á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti heimila á Íslandi býr við góð lífskjör, en það virðast vera að myndast gjá á milli ólíkra hópa launafólks í landinu að sögn ASÍ. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti nýja skýrslu um stöðu launafólks á Íslandi í dag. Könnunin nær til til félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB en þetta er fimmta árið í röð sem könnunin er framkvæmd og hefur þátttakan aldrei verið betri, en um 25 þúsund manns svöruðu könnuninni. Skýr skil á milli hópa „Meirihluti launafólks býr við ágætis lífsskilyrði, auðvitað misgóð. En síðan sjáum við að það er um þriðjungur sem á erfitt með að ná endum saman. En svo erum við með 23 prósent sem býr við skilgreindan skort á félagslegum og efnahagslegum gæðum, sem er mjög alvarleg mæling, þá erum við að tala um að fólk er í mjög slæmri stöðu,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. „Það virðast vera ótrúlega skýr skil á milli hópanna, það er okkar upplifun.“ Meðal annars má lesa úr könnuninni hvernig mismunandi fjárhagsstaða heimilanna getur haft áhrif á börn. „Við spyrjum um þætti sem fólk hefur ekki efni á, grunnþætti fyrir börnin sín, og það mælist alltaf hærra hlutfallið sem hefur ekki efni á þessum grunnþáttum sem er bara eins og næringarríkur matur, klæðnaður fyrir börnin, að börnin geti stundað félagslíf með vinum sínum, það er hærra hlutfall í hópunum sem standa verr að vígi fjárhagslega,“ segir Kristín. „Það á til dæmis við um innflytjendur, það er hærra hlutfall kvenna en karla, og svo höfum við auðvitað séð í fyrri könnunum að það er mjög mikill munur á stöðu sambúðarfólks og fólks ekki í sambúð þegar kemur að fjárhagsstöðu.“ Möguleg fylgni milli heimilistekna og andlegrar heilsu Stuðst var við aðrar spurningar breytta aðferðafræði í ár svo ekki var gerður beinn samanburður á milli ára að þessu sinni. Hins vegar var meðal annars spurt einnig um andlega og líkamlega heilsu og svör skoðuð eftir tekjuhópum. „Fólk sem býr á heimilum þar sem heimilistekjur eru lágar, þar er hærra hlutfall fólks sem býr við slæma andlega heilsu, og svo fylgist þetta bara alveg að upp eftir því sem tekjurnar hækka, þá er lægra hlutfall sem býr við slæma andlega heilsu. Þó að við getum ekki fullyrt um orsakasamhengi þá er mjög skýrt að sjá þetta svona,“ segir Kristín. Umtalsvert algengara að innflytjendur séu á leigumarkaði Staða innflytjenda var einnig skoðuð sérstaklega og þar kemur meðal annars í ljós, líkt og önnur opinber gögn hafa sýnt fram á að sögn Kristínar, að atvinnuþátttaka meðal innflytjenda á Íslandi er hærri en meðal innfæddra. „Það er hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra sem eru í fullu starfi en innflytjendur og innfæddir eru kannski í svolítið ólíkum atvinnugreinum. Þannig bera innflytjendur uppi ræstingar, mjög hátt hlutfall í byggingarstarfsemi, ferðaþjónustu og í veitinga- og mötuneytageiranum,“ segir Kristín. Á sama tíma sé staða innflytjenda verri á öðrum vígstöðum. „En fjárhagsstaða innflytjenda er mun verri en innfæddra auk þess sem staða innflytjenda á húsnæðismarkaði er gjörólík en meðal innfæddra.“ Þannig búa 77% af launafólki í hópi innfæddra innan ASÍ og BSRB í eigin húsnæði en aðeins fjórðungur innflytjenda. Þar af leiðandi er hátt hlutfall innflytjenda á leigumarkaði, einkum á almennum leigumarkaði, sem meðal annars getur verið kostnaðarsamt og húsnæðisöryggi þessa hóps sömuleiðis ekki eins mikið að sögn Kristínar. Vinnumarkaður ASÍ Stéttarfélög Fjármál heimilisins Geðheilbrigði Innflytjendamál Húsnæðismál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti nýja skýrslu um stöðu launafólks á Íslandi í dag. Könnunin nær til til félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB en þetta er fimmta árið í röð sem könnunin er framkvæmd og hefur þátttakan aldrei verið betri, en um 25 þúsund manns svöruðu könnuninni. Skýr skil á milli hópa „Meirihluti launafólks býr við ágætis lífsskilyrði, auðvitað misgóð. En síðan sjáum við að það er um þriðjungur sem á erfitt með að ná endum saman. En svo erum við með 23 prósent sem býr við skilgreindan skort á félagslegum og efnahagslegum gæðum, sem er mjög alvarleg mæling, þá erum við að tala um að fólk er í mjög slæmri stöðu,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. „Það virðast vera ótrúlega skýr skil á milli hópanna, það er okkar upplifun.“ Meðal annars má lesa úr könnuninni hvernig mismunandi fjárhagsstaða heimilanna getur haft áhrif á börn. „Við spyrjum um þætti sem fólk hefur ekki efni á, grunnþætti fyrir börnin sín, og það mælist alltaf hærra hlutfallið sem hefur ekki efni á þessum grunnþáttum sem er bara eins og næringarríkur matur, klæðnaður fyrir börnin, að börnin geti stundað félagslíf með vinum sínum, það er hærra hlutfall í hópunum sem standa verr að vígi fjárhagslega,“ segir Kristín. „Það á til dæmis við um innflytjendur, það er hærra hlutfall kvenna en karla, og svo höfum við auðvitað séð í fyrri könnunum að það er mjög mikill munur á stöðu sambúðarfólks og fólks ekki í sambúð þegar kemur að fjárhagsstöðu.“ Möguleg fylgni milli heimilistekna og andlegrar heilsu Stuðst var við aðrar spurningar breytta aðferðafræði í ár svo ekki var gerður beinn samanburður á milli ára að þessu sinni. Hins vegar var meðal annars spurt einnig um andlega og líkamlega heilsu og svör skoðuð eftir tekjuhópum. „Fólk sem býr á heimilum þar sem heimilistekjur eru lágar, þar er hærra hlutfall fólks sem býr við slæma andlega heilsu, og svo fylgist þetta bara alveg að upp eftir því sem tekjurnar hækka, þá er lægra hlutfall sem býr við slæma andlega heilsu. Þó að við getum ekki fullyrt um orsakasamhengi þá er mjög skýrt að sjá þetta svona,“ segir Kristín. Umtalsvert algengara að innflytjendur séu á leigumarkaði Staða innflytjenda var einnig skoðuð sérstaklega og þar kemur meðal annars í ljós, líkt og önnur opinber gögn hafa sýnt fram á að sögn Kristínar, að atvinnuþátttaka meðal innflytjenda á Íslandi er hærri en meðal innfæddra. „Það er hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra sem eru í fullu starfi en innflytjendur og innfæddir eru kannski í svolítið ólíkum atvinnugreinum. Þannig bera innflytjendur uppi ræstingar, mjög hátt hlutfall í byggingarstarfsemi, ferðaþjónustu og í veitinga- og mötuneytageiranum,“ segir Kristín. Á sama tíma sé staða innflytjenda verri á öðrum vígstöðum. „En fjárhagsstaða innflytjenda er mun verri en innfæddra auk þess sem staða innflytjenda á húsnæðismarkaði er gjörólík en meðal innfæddra.“ Þannig búa 77% af launafólki í hópi innfæddra innan ASÍ og BSRB í eigin húsnæði en aðeins fjórðungur innflytjenda. Þar af leiðandi er hátt hlutfall innflytjenda á leigumarkaði, einkum á almennum leigumarkaði, sem meðal annars getur verið kostnaðarsamt og húsnæðisöryggi þessa hóps sömuleiðis ekki eins mikið að sögn Kristínar.
Vinnumarkaður ASÍ Stéttarfélög Fjármál heimilisins Geðheilbrigði Innflytjendamál Húsnæðismál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira