Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2025 07:45 Einhvern veginn svona er gert ráð fyrir að Lækjartorg muni líta út þegar það hefur fengið uppliftingu. Karres Brands/Sp(r)int Studio Forhönnun er lokið vegna breytinga sem fyrirhugaðar eru á Lækjartorgi í Reykjavík. Ekki er þó hægt að halda áfram með næsta skref sem er verkhönnun á meðan beðið er eftir flóðamati frá Veitum. Málið er enn í vinnslu hjá Veitum þar sem útboðsgögn eru í undirbúningi og óljóst hvenær verkefninu lýkur. Í mars 2022 var tilkynnt um „nýtt og spennandi“ hlutverk Lækjartorgs þegar úrslit voru kunngerð í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Það var tillagan Borgarlind sem unnin var í samstarfi Karres en Brands og Sp(r)int Studio sem vann keppnina og var þannig falið að hanna nýtt útlit Lækjartorgs. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti svo í mars ári síðar að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar torgsins. „Lækjartorg er lykilrými í miðborginni og inngangurinn að Kvosinni sem er söguleg miðja borgarinnar. Með tillögunni er verið að lyfta upp mikilvægi svæðisins og gefa torginu þann sess og þýðingu sem staðsetning þess í miðborginni kallar á,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni sem afgreidd var snemma árs 2023. Í umræddum áfanga sem snýr að endurhönnun á torginu sjálfu var kostnaður þá áætlaður um 355 milljónir, að frátöldum kostnaði vegna snjóbræðslu. Það er meðal annars gert ráð fyrir nokkrum bekkjum og meiri gróðri á torginu samkvæmt forhönnun.Karres Brands/Sp(r)int Studio Síðan hefur málið verið í ferli innan borgarkerfisins en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er forhönnun lokið og verkhönnun í bígerð. Ekki sé þó hægt að halda áfram fyrr en flóðamat liggi fyrir frá Veitum. Beðið hafi verið eftir því síðan í vor, en verkefnið muni halda áfram þegar það liggi fyrir. Samkvæmt svörum frá Veitum stendur nú yfir vinna við að undirbúa útboðsgögn til að láta ráðgjafa framkvæma flóðamat fyrir Kvosina og nærliggjandi svæði í samvinnu við Reykjavíkurborg. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær verkefnalok verða en Veitur búast við því að ráðgjafi verði kominn með verkefnið í hendurnar síðar í haust. Beðið er eftir flóðamati fyrir Kvosina frá Veitum áður en haldið verður áfram með verkefnið.Karres Brands/Sp(r)int Studio Reykjavík Stjórnsýsla Skipulag Arkitektúr Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í mars 2022 var tilkynnt um „nýtt og spennandi“ hlutverk Lækjartorgs þegar úrslit voru kunngerð í hönnunarsamkeppni um Lækjartorg og aðliggjandi gatnarými. Það var tillagan Borgarlind sem unnin var í samstarfi Karres en Brands og Sp(r)int Studio sem vann keppnina og var þannig falið að hanna nýtt útlit Lækjartorgs. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti svo í mars ári síðar að veita heimild fyrir áframhaldandi undirbúningi, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna endurhönnunar torgsins. „Lækjartorg er lykilrými í miðborginni og inngangurinn að Kvosinni sem er söguleg miðja borgarinnar. Með tillögunni er verið að lyfta upp mikilvægi svæðisins og gefa torginu þann sess og þýðingu sem staðsetning þess í miðborginni kallar á,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni sem afgreidd var snemma árs 2023. Í umræddum áfanga sem snýr að endurhönnun á torginu sjálfu var kostnaður þá áætlaður um 355 milljónir, að frátöldum kostnaði vegna snjóbræðslu. Það er meðal annars gert ráð fyrir nokkrum bekkjum og meiri gróðri á torginu samkvæmt forhönnun.Karres Brands/Sp(r)int Studio Síðan hefur málið verið í ferli innan borgarkerfisins en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er forhönnun lokið og verkhönnun í bígerð. Ekki sé þó hægt að halda áfram fyrr en flóðamat liggi fyrir frá Veitum. Beðið hafi verið eftir því síðan í vor, en verkefnið muni halda áfram þegar það liggi fyrir. Samkvæmt svörum frá Veitum stendur nú yfir vinna við að undirbúa útboðsgögn til að láta ráðgjafa framkvæma flóðamat fyrir Kvosina og nærliggjandi svæði í samvinnu við Reykjavíkurborg. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær verkefnalok verða en Veitur búast við því að ráðgjafi verði kominn með verkefnið í hendurnar síðar í haust. Beðið er eftir flóðamati fyrir Kvosina frá Veitum áður en haldið verður áfram með verkefnið.Karres Brands/Sp(r)int Studio
Reykjavík Stjórnsýsla Skipulag Arkitektúr Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira