Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bólusetti kærastann og fékk bónorð í leiðinni

Robby Vargas-Cortes, sem starfar sem yfirmaður sjúkraflutninga, kom kærasta sínum, hjúkrunarfræðinginum Eric Vanderlee, heldur betur á óvart þegar hann mætti til hans til að fá bóluefni gegn covid-19. Vargas-Cortes mætti í bólusetningu á Þorláksmessu til Vanderlee, sem starfar sem hjúkrunarfræðingur í Canton í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum.

„Hillir undir það að þetta muni klárast“

Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin.

Bóluefni Moderna verði samþykkt í Evrópu á mánudaginn

Richard Bergström, bóluefnastjóri Svíþjóðar, segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni veita samþykki fyrir bóluefni Moderna gegn covid-19 á mánudaginn og að fyrstu skammtarnir verði komnir til Svíþjóðar innan tveggja vikna að því er SVT greinir frá. Ísland hefur gert samning um kaup á 128 þúsund skömmtum af bóluefni frá Moderna, í gegnum Svíþjóð, en það ætti að duga til að bólusetja 64 þúsund manns á Íslandi.

Enginn greindist með veiruna í gær

Enginn greindist með covid-19 innanlands síðasta sólarhringinn enda var engin skipulögð sýnataka í gær, nýársdag. Enginn greindist heldur með veiruna á landamærum samkvæmt bráðabirgðatölum. Viðbúið er að nýjar tölur yfir fjölda smitaðra muni liggja fyrir á morgun.

Flestir vilja Katrínu sem næsta forsætisráðherra en fæstir Ingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings til að gegna embætti forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust samkvæmt nýrri könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Þeim sem kváðust styðja Bjarna Benediktsson í embætti forsætisráðherra fór fækkandi eftir að fréttir bárust af veru Bjarna á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu.

Asbest-klæðning í útihúsi sem brann til kaldra kola í nótt

Útihús við Merkines í Höfnum á Reykjanesi varð alelda í nótt. Allt tiltækt slökkvilið frá Bunavörnum Suðurnesja auk lögreglu var kallað til vegna eldsins en hlaðan þar sem eldurinn kom upp er brunnin til kaldra kola. Asbest var í klæðningu hlöðunnar sem brann.

Katrín hvetur landsmenn til að fara varlega í kvöld

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist stolt af íslensku samfélagi nú þegar árið 2020 er senn á enda og hvetur landsmenn til að fara varlega í kvöld. Þetta segir Katrín í færslu á Twitter.

Heilbrigðisstarfsmaðurinn maður ársins 2020

Heilbrigðisstarfsmaðurinn er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Niðurstaðan var kynnt í Reykjavík árdegis í morgun. Niðurstaðan var afgerandi en af tæplega 25 þúsund atkvæðum fékk heilbrigðisstarfsmaðurinn tvöfalt fleiri en næsti maður eða 8965 atkvæði.

Þórólfur segist hafa elst um 15 ár 2020

„2 0 2 0 drífðu þig út,“ syngja þeir félagar í hljómsveitinni Vinum og vandamönnum í nýju lagi og myndbandi þar sem árið 2020 er gert upp og nýtt ár, 2021, er kallað til leiks. „2 0 2 0 hvað varst þú að spá?“ syngja þeir enn fremur og „2 0 2 1 drífðu þig inn.“

Allt að tíu stiga frost í dag

Í kvöld er útlit fyrir mjög hægan vind víðast hvar á landinu. Það hefur í för með sér að flugeldaryk safnast auðveldlega upp og loftgæði dvína hratt, að því er segir í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands um veðrið á gamlárskvöld.

Sjá meira