Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 20:32 Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa. Settur fangelsismálastjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvenju margir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á síðustu misserum að refsingar fyrnist. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist líta stöðuna alvarlegum augum. „Fangelsismál á Íslandi þau hafa verið vanrækt um allnokkurra ára skeið og afleiðingarnar eru að birtast okkur núna. Í gunninn snýst málið einfaldlega um það að plássin eru of fá. Við erum að skoða leiðir til úrbóta þar um,“ segir Þorbjörg. Í því sambandi skipti fyrirhuguð uppbygging nýs öryggisfangelsi miklu máli. „Það er verkefni sem er talið í árum og jafnvel eftir að það rís þá verður vandinn ekki allur leystur með því. Þannig ég er að skoða aðrar leiðir, ég er til dæmis að skoða að finna húsnæði sem þá þegar er til þar sem hægt er að vera með nokkur rými,“ nefnir hún sem dæmi. Þá komi til greina að skoða svipaðar leiðir og í Svíþjóð þar sem þekkist að tveir fangar deili klefum, það er við aðstæður þar sem það þykir í lagi. „Þannig við erum með ýmsar leiðir til þess að bregðast við nú þegar,“ segir Þorbjörg. Fangelsin megi ekki vera full af fólki sem ekki eigi þangað erindi Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. „Það er vegna þess að síðasta ríkisstjórn gat ekki komið sér saman um hvar geyma eða vista ætti fólk þangað til það færi úr landinu,“ segir Þorbjörg. Þetta eigi við um fólk sem er búið að fara í gegnum allar þær kæruleiðir sem fyrir hendi eru í kerfinu, fengið neitun, en er ekki samvinnufúst um að fara úr landi. „Í stað þess að eiga einhverja brottfararstöð eða brottfararúrræði fyrir þetta fólk var farin sú leið að vista þetta fólk frekar í fangelsum. Þetta hefur líka áhrif á stöðuna í fangelsunum og þess vegna þurfum við úrræði fyrir þetta fólk til þess að fangelsið sé ekki fullt af fólki sem á ekkert erindi í fangelsi,“ segir Þorbjörg. Í ljósi langra boðunarlista í afplánun er staðan sú að nokkuð algengt er að refsing fyrnist áður en dómþolar ná að hefja afplánun. Þetta segir ráðherra ekki ásættanlega stöðu. „Það er að gerast allt of oft að dómar fyrnast sem þýðir á íslensku að dómar eru einfaldlega ekki afplánaðir. Þetta gátum við séð jafnvel í alvarlegum afbrotum eins og ofbeldisbrotum og meira að segja í kynferðisbrotum. Það er auðvitað ekki í lagi, það er ekki fyrir lagi fyrir samfélagið, það er ekki boðlegt gagnvart brotaþolum,“ segir Þorbjörg. Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Settur fangelsismálastjóri sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að óvenju margir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á síðustu misserum að refsingar fyrnist. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist líta stöðuna alvarlegum augum. „Fangelsismál á Íslandi þau hafa verið vanrækt um allnokkurra ára skeið og afleiðingarnar eru að birtast okkur núna. Í gunninn snýst málið einfaldlega um það að plássin eru of fá. Við erum að skoða leiðir til úrbóta þar um,“ segir Þorbjörg. Í því sambandi skipti fyrirhuguð uppbygging nýs öryggisfangelsi miklu máli. „Það er verkefni sem er talið í árum og jafnvel eftir að það rís þá verður vandinn ekki allur leystur með því. Þannig ég er að skoða aðrar leiðir, ég er til dæmis að skoða að finna húsnæði sem þá þegar er til þar sem hægt er að vera með nokkur rými,“ nefnir hún sem dæmi. Þá komi til greina að skoða svipaðar leiðir og í Svíþjóð þar sem þekkist að tveir fangar deili klefum, það er við aðstæður þar sem það þykir í lagi. „Þannig við erum með ýmsar leiðir til þess að bregðast við nú þegar,“ segir Þorbjörg. Fangelsin megi ekki vera full af fólki sem ekki eigi þangað erindi Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi. „Það er vegna þess að síðasta ríkisstjórn gat ekki komið sér saman um hvar geyma eða vista ætti fólk þangað til það færi úr landinu,“ segir Þorbjörg. Þetta eigi við um fólk sem er búið að fara í gegnum allar þær kæruleiðir sem fyrir hendi eru í kerfinu, fengið neitun, en er ekki samvinnufúst um að fara úr landi. „Í stað þess að eiga einhverja brottfararstöð eða brottfararúrræði fyrir þetta fólk var farin sú leið að vista þetta fólk frekar í fangelsum. Þetta hefur líka áhrif á stöðuna í fangelsunum og þess vegna þurfum við úrræði fyrir þetta fólk til þess að fangelsið sé ekki fullt af fólki sem á ekkert erindi í fangelsi,“ segir Þorbjörg. Í ljósi langra boðunarlista í afplánun er staðan sú að nokkuð algengt er að refsing fyrnist áður en dómþolar ná að hefja afplánun. Þetta segir ráðherra ekki ásættanlega stöðu. „Það er að gerast allt of oft að dómar fyrnast sem þýðir á íslensku að dómar eru einfaldlega ekki afplánaðir. Þetta gátum við séð jafnvel í alvarlegum afbrotum eins og ofbeldisbrotum og meira að segja í kynferðisbrotum. Það er auðvitað ekki í lagi, það er ekki fyrir lagi fyrir samfélagið, það er ekki boðlegt gagnvart brotaþolum,“ segir Þorbjörg.
Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira