Óvissustigi Almannavarna aflétt Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu aflýst óvissustigi Almannavarna á svæðinu. Sömuleiðis hefur samhæfingarstöð Almannavarna sem opnuð var í nótt, verið lokað. 31.12.2022 15:28
Dauðadómur mótmælanda endurskoðaður Hæstiréttur í Íran hefur samþykkt að endurskoða dauðadóm sem féll yfir mótmælanda þar í landi sem sakaður er um að hafa skemmt almannaeign á meðan á mótmælum stóð. 31.12.2022 14:04
Brennur staðfestar með fyrirvara Brennufundur var haldinn rétt í þessu í Skógarhlíðinni þar sem ákveðið var að áramótabrennur megi fara fram í dag samkvæmt fyrri áætlun. Þó er fyrirvari til staðar vegna veðurs. 31.12.2022 11:32
Benedikt páfi er látinn Benedikt sextándi, fyrrverandi páfi er látinn. Hann var 95 ára gamall. 31.12.2022 09:54
Annálar ársins 2022: Stríð, dauði drottningar, mygla, mistök og tásumyndir Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjaði í desember upp það helsta sem gerðist á árinu sem er að líða í formi tuttugu annála sem birtir voru alla virka daga. Hér að neðan má finna alla annála ársins. 31.12.2022 09:22
Bar ekki höfuðklút á skákmóti í Kasakstan Íranska skákkonan Sara Khadem vakti athygli á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák í Kasakstan á dögunum þegar hún bar ekki höfuðklút. Samkvæmt írönskum lögum ber konum að bera slíkan klút. 29.12.2022 17:28
Banna einnota matvælaumbúðir á skyndibitastöðum eftir áramót Bann við einnota umbúðum á skyndibitastöðum tekur brátt gildi í Frakklandi. Skyndibitastöðum mun ekki vera heimilt að framreiða mat í einnota umbúðum fyrir viðskiptavini sem ætla sér að borða á staðnum í stað þess að taka matinn með sér heim. 29.12.2022 15:47
Umferðaróhapp á Öxnadalsheiði en enginn slasaður Umferðaróhapp átti sér stað á Öxnadalsheiði klukkan fjögur í dag. Rúta með ferðamönnum og jeppi skullu saman. Engin slys urðu á fólki. 28.12.2022 17:04
Mikill fjöldi viðskiptavina hluti af hóplögsókn Viðskiptavinir rafmyntaverkvangsins FTX hafa nú stofnað til hóplögsóknar og freista þess að fá eitthvað af eignum sínum til baka eftir fall fyrirtækisins. Mögulegt er að hóplögsóknin muni ná yfir eina milljón viðskiptavina sem halda því fram að þeir eigi fyrstir rétt á greiðslu frá fyrirtækinu. 28.12.2022 15:40
Gærdagurinn sá versti í átta mánuði hjá Tesla Virði hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla var í gær lægra en það hefur verið í meira en tvö ár. Fjárfestar í Tesla óttast að Musk einbeiti sér of mikið að samfélagsmiðlinum Twitter. 28.12.2022 13:37
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent