Mikill fjöldi viðskiptavina hluti af hóplögsókn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 28. desember 2022 15:40 Sam Bankman-Fried á góðgerðarviðburði í New York í júní. Hann lét háar fjárhæðir af hendi rakna til góðgerðarsamtaka. Þau sitja nú í súpunni ásamt fjölda fjárfesta og viðskiptavina eftir að FTX hrundi. Vísir/Getty Viðskiptavinir rafmyntaverkvangsins FTX hafa nú stofnað til hóplögsóknar og freista þess að fá eitthvað af eignum sínum til baka eftir fall fyrirtækisins. Mögulegt er að hóplögsóknin muni ná yfir eina milljón viðskiptavina sem halda því fram að þeir eigi fyrstir rétt á greiðslu frá fyrirtækinu. Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX er sakaður um að hafa framið stórfelld skattsvik gagnvart viðskiptavinum og fjárfestum. Hann var ákærður fyrir fjársvik, ólögleg kosningaframlög og peningaþvætti. FTX varð gjaldþrota í nóvember síðastliðnum en um svipað leyti bárust fregnir af því að viðskiptahættir rafmyntaverkvangsins væru til rannsóknar. Áhyggjur af stöðu fyrirtækisins leiddu til áhlaups og á þremur sólarhringum seldu viðskiptavinir rafmyntir sínar fyrir um 889 milljarða íslenskra króna. Eignir FTX voru síðar frystar en fyrirtækið er sagt skulda fimmtíu stærstu kröfuhöfum búsins 441 milljarð íslenskra króna. Viðskiptavinirnir sem lögsækja nú FTX óska eftir staðfestingu þess efnis að rafrænar eignir verkvangsins séu eign þeirra. Lögsóknin er sögð tilraun viðskiptavina til þess að fá eitthvað af eignum sínum til baka frá fyrirtækinu en líkur á því virðist hverfandi. Þessu greinir Reuters frá. Færð eru rök fyrir því að viðskiptavinirnir eigi fyrstir að fá borgað til baka í stað annarra lánardrottna. Mögulegt er að hóplögsóknin muni ná utan um eina milljón viðskiptavina FTX. Rafmyntir Gjaldþrot FTX Bandaríkin Tengdar fréttir Milljarðaeignir FTX sagðar horfnar Verulegum hluta eigna fallna rafmyntarkauphallarinnar FTX var stolið eða er horfinn, að sögn lögmanna fyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins heldur því fram að Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri FTX, hafi rekið það eins og persónulegt lén sitt. 23. nóvember 2022 09:13 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47 Laus gegn tug milljarða tryggingu sakaður um söguleg fjársvik Umdæmisdómstóll í New York féllst á að sleppa Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, úr varðhaldi gegn himinhárri tryggingu í gær. Saksóknari sakaði Bankman-Fried um að hafa framið fjársvik af sögulegri stærðargráðu. 23. desember 2022 11:42 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sam Bankman-Fried, stofnandi FTX er sakaður um að hafa framið stórfelld skattsvik gagnvart viðskiptavinum og fjárfestum. Hann var ákærður fyrir fjársvik, ólögleg kosningaframlög og peningaþvætti. FTX varð gjaldþrota í nóvember síðastliðnum en um svipað leyti bárust fregnir af því að viðskiptahættir rafmyntaverkvangsins væru til rannsóknar. Áhyggjur af stöðu fyrirtækisins leiddu til áhlaups og á þremur sólarhringum seldu viðskiptavinir rafmyntir sínar fyrir um 889 milljarða íslenskra króna. Eignir FTX voru síðar frystar en fyrirtækið er sagt skulda fimmtíu stærstu kröfuhöfum búsins 441 milljarð íslenskra króna. Viðskiptavinirnir sem lögsækja nú FTX óska eftir staðfestingu þess efnis að rafrænar eignir verkvangsins séu eign þeirra. Lögsóknin er sögð tilraun viðskiptavina til þess að fá eitthvað af eignum sínum til baka frá fyrirtækinu en líkur á því virðist hverfandi. Þessu greinir Reuters frá. Færð eru rök fyrir því að viðskiptavinirnir eigi fyrstir að fá borgað til baka í stað annarra lánardrottna. Mögulegt er að hóplögsóknin muni ná utan um eina milljón viðskiptavina FTX.
Rafmyntir Gjaldþrot FTX Bandaríkin Tengdar fréttir Milljarðaeignir FTX sagðar horfnar Verulegum hluta eigna fallna rafmyntarkauphallarinnar FTX var stolið eða er horfinn, að sögn lögmanna fyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins heldur því fram að Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri FTX, hafi rekið það eins og persónulegt lén sitt. 23. nóvember 2022 09:13 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47 Laus gegn tug milljarða tryggingu sakaður um söguleg fjársvik Umdæmisdómstóll í New York féllst á að sleppa Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, úr varðhaldi gegn himinhárri tryggingu í gær. Saksóknari sakaði Bankman-Fried um að hafa framið fjársvik af sögulegri stærðargráðu. 23. desember 2022 11:42 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Milljarðaeignir FTX sagðar horfnar Verulegum hluta eigna fallna rafmyntarkauphallarinnar FTX var stolið eða er horfinn, að sögn lögmanna fyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins heldur því fram að Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri FTX, hafi rekið það eins og persónulegt lén sitt. 23. nóvember 2022 09:13
Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01
Gríðarlegar skuldir fallna rafmyntafyrirtækisins Hið fallna rafmyntafyrirtæki FTX skuldar fimmtíu stærstu lánadrottnum nærri þrjá milljarða dollara, andvirði um 430 milljarða íslenska króna. 20. nóvember 2022 13:47
Laus gegn tug milljarða tryggingu sakaður um söguleg fjársvik Umdæmisdómstóll í New York féllst á að sleppa Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, úr varðhaldi gegn himinhárri tryggingu í gær. Saksóknari sakaði Bankman-Fried um að hafa framið fjársvik af sögulegri stærðargráðu. 23. desember 2022 11:42