Sigurður Ingi segir stórsigur Framsóknar hljóta að endurspeglast í stjórnarsamstarfi Formaður Framsóknarflokksins segir að áherslur flokksins fyrir kosningar hljóti að endurspeglast í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi enda hafi stórsigur flokksins í kosningunum skapað þann aukna meirihluta sem stjórnarflokkarnir hafi nú. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að formlegar stjórnarmyndunarviðræður geti hafist eftir helgi. 1.10.2021 12:15
Óformlega viðræður gætu orðið formlegar eftir helgi Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, formenn Vinstri Grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, komu saman á fundi í Ráðherrabústaðnum í morgun til áframhaldandi viðræðna um ríkisstjórnarsamstarf þeirra. Öll voru þau sammála um að viðræðurnar muni taka tíma. 1.10.2021 10:47
Stærsta gjöf sem Reykjavíkurborg hefur þegið Dóttir listakonunnar Nínu Tryggvadóttur hefur ánafnað Reykjavíkurborg á annað þúsund listaverk eftir móður sína og allar eigur sínar eftir hennar dag. Verkin verða sett upp í fyrsta listasafni Reykjavíkur sem kennt verður við íslenska listakonu. 30.9.2021 22:31
Formenn stjórnarflokkanna funduðu utanbæjar í dag Formenn stjórnarflokkanna þau Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Bendiktsson, funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag um grundvöll að nýjum stjórnarsáttmála. 30.9.2021 18:56
Debbie Harry var lengi á leiðinni til Íslands Tónlistar- og kvikmyndaleikkonan Debbie Harry segir lengi hafa staðið til að koma til Íslands og langar að halda tónleika hér á næsta ári. Í þetta skipti er hún hins vegar komin vegna sýningar stuttmyndar um tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Blondie til Kúbu á RIFF kvikmyndahátíðinni. 29.9.2021 20:30
Seðlabankinn dregur lærdóm af fasteignabólunni fyrir hrun Seðlabankastjóri segir nýjar reglur um hámark greiðslubyrði húsnæðislána hluta af þeim lærdómi sem draga megi af efnahagshruninu. Þær tengi greiðslubyrðina tekjum heimilanna og vinni gegn gylliboðum á lánamarkaði. 29.9.2021 19:20
Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29.9.2021 08:44
Bjarni telur eðlilegt að stokka upp ráðuneyti nái flokkarnir saman Formaður Sjálfstæðisflokksins telur líklegt að stokkað verði upp í ráðuneytum milliflokka ef stjórnarflokkunum tekst að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. Formenn flokkanna gefa sér fram yfir helgi til að kanna grundvöll til áframhaldandi samstarfs og ræða ekki við aðra á meðan. 28.9.2021 19:20
Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28.9.2021 11:35
Skýrist á næstu dögum hvort stjórnarsamstarfið verði endurnýjað Það kemur í ljós á næstu dögum hvort stjórnarflokkarnir endurnýja samstarf sitt eftir gott gengi í kosningunum í gær sem mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins skilaði stjórninni.Flokkur fólksins vann góðan sigur en aðrir stjórnarandstöðuflokkar ýmist töpuðu fylgi eða bættu litlu við sig. 26.9.2021 19:19