Skýrist á næstu dögum hvort stjórnarsamstarfið verði endurnýjað Heimir Már Pétursson skrifar 26. september 2021 19:19 Miklar líkur verða að teljast á því að formenn stjórnarflokkanna ákveði að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Þá mun taka einhverja daga eða vikur að semja nýjan stjórnarsáttmála og semja um skiptingu ráðuneyta. Vísir/Vilhelm Það kemur í ljós á næstu dögum hvort stjórnarflokkarnir endurnýja samstarf sitt eftir gott gengi í kosningunum í gær sem mikil fylgisaukning Framsóknarflokksins skilaði stjórninni.Flokkur fólksins vann góðan sigur en aðrir stjórnarandstöðuflokkar ýmist töpuðu fylgi eða bættu litlu við sig. Ríkisstjórnin hélt velli og vel rúmlega það eftir kosningarnar í gær en endanleg úrslit lágu fyrir um klukkan níu í morgun. Fyrir kosningar höfðu stjórnarflokkarnir þrjátíu og þrjá þingmenn eftir að tveir þingmenn Vinstri grænna höfðu yfirgefið þingflokkinn á miðju kjörtímabili. Nú eru stjórnarflokkarnir sameiginlega með þrjátíu og sjö þingmenn, tveimur fleiri en þegar stjórnarsamstarfið hófst. Úrslitin urðu annars þessi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sextán þingmenn eins og eftir síðustu kosningar, Vinstri græn misstu þrjá og eru nú með átta. En það er Framsóknarflokkurinn sem kom sá og sigraði, bætti við sig fimm þingmönnum og er nú með þrettán þingmenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tryggt sig í sessi sem ótvíræðan leiðtoga framsóknarmanna eftir raunir flokksins á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er það ein af niðurstöðum kosninganna að Framsóknarflokkurinn er enn á ný orðinn leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Með sterka stöðu í öllum kjördæmdum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eftir að sigur flokksins var ljós í nótt. Þetta hafi verið draumur hans frá því hann tók við formennsku í flokknum árið 2016 en þetta eru bestu úrslit Framsóknarflokksins síðan 2013. Vinstri græn munu að öllum líkindum leggja mikla áherslu á að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra komi til endurnýjunar stjórnarsamstarfsins.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna telur ríkisstjórnina geta vel við unað. „Það er auðvitað sérstakt afrek að þessi ríkisstjórn sem ég hef leitt í fjögur ár heldur í kosningum. Fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin sem klárar kjörtímabil og heldur líka. En það er hins vegar alveg ljóst að það er mismunandi hvernig flokkarnir fara út úr þessu,“ sagði Katrín á kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki hist formlega í dag til að fara yfir stöðuna. Nýr þingflokkur Vinstri grænna kom hins vegar saman í dag til að ráða ráðum sínum og reiknað er með að Framsóknarmenn geri það á morgun. Annar sigurvegari kosninganna er Flokkur fólksins með sex þingmenn. Þingmönnum hans fjölgar um tvo frá síðustu kosningum. Sigurganga flokksins varð ljós strax í fyrstu tölum þegar Inga Sæland formaður flokksins mætti í sjónvarpssal hjá Stöð 2. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var að vonum ánægð með stöðu mála þegar hún mætti á kosningavöku Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um miðnætti.Vísir/Vilhelm Ég finn það á þér að þú ert svo spennt. Má ég finna höndina á þér, ertu köld? „Ég er sjóðandi heit. Alveg funheit, alltaf,“ sagði Inga sem ekki gat leynt gleði sinni. „Þá er ég komin í þá stöðu að ég get virkilega farið að beita mér. Virkilega farið að stíga fram og gera það sem ég hef verið að boða og Flokkur fólksins hefur staðið fyrir,“ sagði Inga. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar riðu ekki feitum hesti frá kosningunum. Samfylkingin tapaði einum og fékk sex, eins og Píratar sem einnig fengu sex þingmenn. Viðreisn bætti hins vegar við sig einum þingmanni og fékk fimm kjörna. Af flokkum sem þegar voru á þingi tapar Miðflokkurinn mestu. Hafði sjö þingmenn en fékk þrjá kjörna nú. Sósíalistaflokknum tókst síðan ekki að ná mönnum á þing þrátt fyrir ágætt gengi í skoðanakönnunum en flokkurinn fékk að lokum 4,1 prósenta fylgi. Staðan var rædd í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt velli og vel rúmlega það eftir kosningarnar í gær en endanleg úrslit lágu fyrir um klukkan níu í morgun. Fyrir kosningar höfðu stjórnarflokkarnir þrjátíu og þrjá þingmenn eftir að tveir þingmenn Vinstri grænna höfðu yfirgefið þingflokkinn á miðju kjörtímabili. Nú eru stjórnarflokkarnir sameiginlega með þrjátíu og sjö þingmenn, tveimur fleiri en þegar stjórnarsamstarfið hófst. Úrslitin urðu annars þessi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sextán þingmenn eins og eftir síðustu kosningar, Vinstri græn misstu þrjá og eru nú með átta. En það er Framsóknarflokkurinn sem kom sá og sigraði, bætti við sig fimm þingmönnum og er nú með þrettán þingmenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tryggt sig í sessi sem ótvíræðan leiðtoga framsóknarmanna eftir raunir flokksins á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm „Auðvitað er það ein af niðurstöðum kosninganna að Framsóknarflokkurinn er enn á ný orðinn leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Með sterka stöðu í öllum kjördæmdum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins eftir að sigur flokksins var ljós í nótt. Þetta hafi verið draumur hans frá því hann tók við formennsku í flokknum árið 2016 en þetta eru bestu úrslit Framsóknarflokksins síðan 2013. Vinstri græn munu að öllum líkindum leggja mikla áherslu á að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra komi til endurnýjunar stjórnarsamstarfsins.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna telur ríkisstjórnina geta vel við unað. „Það er auðvitað sérstakt afrek að þessi ríkisstjórn sem ég hef leitt í fjögur ár heldur í kosningum. Fyrsta þriggja flokka ríkisstjórnin sem klárar kjörtímabil og heldur líka. En það er hins vegar alveg ljóst að það er mismunandi hvernig flokkarnir fara út úr þessu,“ sagði Katrín á kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi. Formenn stjórnarflokkanna hafa ekki hist formlega í dag til að fara yfir stöðuna. Nýr þingflokkur Vinstri grænna kom hins vegar saman í dag til að ráða ráðum sínum og reiknað er með að Framsóknarmenn geri það á morgun. Annar sigurvegari kosninganna er Flokkur fólksins með sex þingmenn. Þingmönnum hans fjölgar um tvo frá síðustu kosningum. Sigurganga flokksins varð ljós strax í fyrstu tölum þegar Inga Sæland formaður flokksins mætti í sjónvarpssal hjá Stöð 2. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var að vonum ánægð með stöðu mála þegar hún mætti á kosningavöku Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um miðnætti.Vísir/Vilhelm Ég finn það á þér að þú ert svo spennt. Má ég finna höndina á þér, ertu köld? „Ég er sjóðandi heit. Alveg funheit, alltaf,“ sagði Inga sem ekki gat leynt gleði sinni. „Þá er ég komin í þá stöðu að ég get virkilega farið að beita mér. Virkilega farið að stíga fram og gera það sem ég hef verið að boða og Flokkur fólksins hefur staðið fyrir,“ sagði Inga. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar riðu ekki feitum hesti frá kosningunum. Samfylkingin tapaði einum og fékk sex, eins og Píratar sem einnig fengu sex þingmenn. Viðreisn bætti hins vegar við sig einum þingmanni og fékk fimm kjörna. Af flokkum sem þegar voru á þingi tapar Miðflokkurinn mestu. Hafði sjö þingmenn en fékk þrjá kjörna nú. Sósíalistaflokknum tókst síðan ekki að ná mönnum á þing þrátt fyrir ágætt gengi í skoðanakönnunum en flokkurinn fékk að lokum 4,1 prósenta fylgi. Staðan var rædd í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent