Bjarni telur eðlilegt að stokka upp ráðuneyti nái flokkarnir saman Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2021 19:20 Bjarni Benediktsson er bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir nái saman um áframhaldandi samstarf. Ef það takist komi vel til greina að stokka upp í ráðuneytunum á milli flokkanna. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins telur líklegt að stokkað verði upp í ráðuneytum milliflokka ef stjórnarflokkunum tekst að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. Formenn flokkanna gefa sér fram yfir helgi til að kanna grundvöll til áframhaldandi samstarfs og ræða ekki við aðra á meðan. Formenn síðustu ríkisstjórnar funduðu tvívegis í dag um grundvöll til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að eftir fjögurra ára samstarf viti formennirnir hvað þurfi að ræða sérstaklega og vikan ætti að duga til þess. „Já ég myndi halda að það væri skynsamleg tímalína í þessu. Af því að það er óþarfi að taka of langan tíma ef þess þarf ekki,“ segir Sigurður Ingi. Stjórn sömu flokka hefði ríflegan 37 þingmanna meirihluta. Það er þó mögulegt að mynda aðrar þriggja flokka stjórnir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks án þátttöku Vinstri grænna. Hægt væri að mynda þrjátíu og fimm þingmanna stjórn með Flokki fólksins, þrjátíu og fjögurra með Viðreisn og þrjátíu og tveggja með Miðflokknum. Þá væru að minnsta kosti tvær fjögurra flokka stjórnir mögulegar án Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Ingi segist ekki hafa sett fram kröfu um forsætisráðherrastólinn í yfirstandandi undirbúningsviðræðum. „Nei, við höfum sagt að við hefjum ekki þetta samtal með því að setja stólinn fyrir dyrnar í bókstaflegri merkingu á nokkurn hátt,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Það fór vel á með oddvitum stjórnarflokkanna á kosningavöku Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eftir að fyrstu tölur höfðu borist í kosningunum á laugardag.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson tekur undir þetta en útilokar ekki uppstokkun ráðuneyta á milli flokkanna nái þeir saman um málefnin. „Já, já mér finnst allt vera uppi á borðum. Við erum búin að klára kjörtímabilið. Núna hefst nýtt upphaf. Þannig að það getur vel verið að það verði breytingar,“ segir Bjarni. Flokkarnir væru einnig spenntir fyrir framtíðinni. Hann væri bjartsýnn á að þeir næðu saman. „Við vitum öll að það voru ýmis mál sem reyndi á í samstarfinu sem við þurfum aðeins að ræða. Það gagnast engum að klessa bara aftur á vegg með slík mál,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir segir skipan ráðherraembætta ekki rædda fyrr en búið væri að afgreiða málefnin en hún hafi lýst sig reiðubúna til að gegna forsætisráðherraembættinu áfram.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir stefnt að skýrari mynd í lok vikunnar varðandi afgreiðslu ágreiningsmála og línur fyrir framtíðina. Þá fyrst komi að verkaskiptingunni. Er það úrslitaatriði í þínum huga að þú verðir áfram forsætisráðherra? „Ég hef bara lýst mig reiðubúna til að sinna því hlutverki. En það er eitthvað eins og ég segi sem við ræðum síðar í þessu ferli.“ En þú hefðir ekkert á móti því? „Nei, nei,“ sagði Katrín og hló að ágengni fréttamanns. Formennirnir staðfestu allir að þeir væru ekki í neinum viðræðum við aðra flokka á meðan á viðræðum þeirra í milli stæði. Sigurður Ingi sagði að þau hefðu öll lýst því yfir fyrir kosningar að þau myndu ræða saman ef flokkarnir fengju til þess meirihluta. Það væru þau að gera nú eftir að hafa fengið til þess umboð frá þjóðinni. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Forsætisráðherrastóllinn ekki stóra málið Stóra málið í samtölum formanna stjórnarflokkanna þriggja er ekki hver hreppir forsætisráðherrastólinn, að sögn Sigurðar Inga Jóhannsson, formanns Framsóknarflokksins. Samstarf undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafi verið gott en ný hefjist nýtt kjörtímabil. 28. september 2021 14:40 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Formenn síðustu ríkisstjórnar funduðu tvívegis í dag um grundvöll til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að eftir fjögurra ára samstarf viti formennirnir hvað þurfi að ræða sérstaklega og vikan ætti að duga til þess. „Já ég myndi halda að það væri skynsamleg tímalína í þessu. Af því að það er óþarfi að taka of langan tíma ef þess þarf ekki,“ segir Sigurður Ingi. Stjórn sömu flokka hefði ríflegan 37 þingmanna meirihluta. Það er þó mögulegt að mynda aðrar þriggja flokka stjórnir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks án þátttöku Vinstri grænna. Hægt væri að mynda þrjátíu og fimm þingmanna stjórn með Flokki fólksins, þrjátíu og fjögurra með Viðreisn og þrjátíu og tveggja með Miðflokknum. Þá væru að minnsta kosti tvær fjögurra flokka stjórnir mögulegar án Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Ingi segist ekki hafa sett fram kröfu um forsætisráðherrastólinn í yfirstandandi undirbúningsviðræðum. „Nei, við höfum sagt að við hefjum ekki þetta samtal með því að setja stólinn fyrir dyrnar í bókstaflegri merkingu á nokkurn hátt,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Það fór vel á með oddvitum stjórnarflokkanna á kosningavöku Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eftir að fyrstu tölur höfðu borist í kosningunum á laugardag.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson tekur undir þetta en útilokar ekki uppstokkun ráðuneyta á milli flokkanna nái þeir saman um málefnin. „Já, já mér finnst allt vera uppi á borðum. Við erum búin að klára kjörtímabilið. Núna hefst nýtt upphaf. Þannig að það getur vel verið að það verði breytingar,“ segir Bjarni. Flokkarnir væru einnig spenntir fyrir framtíðinni. Hann væri bjartsýnn á að þeir næðu saman. „Við vitum öll að það voru ýmis mál sem reyndi á í samstarfinu sem við þurfum aðeins að ræða. Það gagnast engum að klessa bara aftur á vegg með slík mál,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir segir skipan ráðherraembætta ekki rædda fyrr en búið væri að afgreiða málefnin en hún hafi lýst sig reiðubúna til að gegna forsætisráðherraembættinu áfram.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir stefnt að skýrari mynd í lok vikunnar varðandi afgreiðslu ágreiningsmála og línur fyrir framtíðina. Þá fyrst komi að verkaskiptingunni. Er það úrslitaatriði í þínum huga að þú verðir áfram forsætisráðherra? „Ég hef bara lýst mig reiðubúna til að sinna því hlutverki. En það er eitthvað eins og ég segi sem við ræðum síðar í þessu ferli.“ En þú hefðir ekkert á móti því? „Nei, nei,“ sagði Katrín og hló að ágengni fréttamanns. Formennirnir staðfestu allir að þeir væru ekki í neinum viðræðum við aðra flokka á meðan á viðræðum þeirra í milli stæði. Sigurður Ingi sagði að þau hefðu öll lýst því yfir fyrir kosningar að þau myndu ræða saman ef flokkarnir fengju til þess meirihluta. Það væru þau að gera nú eftir að hafa fengið til þess umboð frá þjóðinni.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Forsætisráðherrastóllinn ekki stóra málið Stóra málið í samtölum formanna stjórnarflokkanna þriggja er ekki hver hreppir forsætisráðherrastólinn, að sögn Sigurðar Inga Jóhannsson, formanns Framsóknarflokksins. Samstarf undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafi verið gott en ný hefjist nýtt kjörtímabil. 28. september 2021 14:40 Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Forsætisráðherrastóllinn ekki stóra málið Stóra málið í samtölum formanna stjórnarflokkanna þriggja er ekki hver hreppir forsætisráðherrastólinn, að sögn Sigurðar Inga Jóhannsson, formanns Framsóknarflokksins. Samstarf undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafi verið gott en ný hefjist nýtt kjörtímabil. 28. september 2021 14:40
Katrín til í forsætisráðherrastólinn áfram Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna er til í að gegna embætti forsætisráðherra áfram. Það sé hins vegar ekki komið að því í viðræðum fráfarandi stjórnarflokka að skipta með sér embættum. Fyrst þurfi að kanna grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi og það gangi vel. 28. september 2021 11:35