Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 11. júní 2021 21:18 Steingrímur J. Sigfússon mun stýra sínum síðasta þingfundi á morgun. Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. Öll mál sem voru á dagskrá Alþingis í dag verða afgreidd, að tveimur undanskyldum. Lagafrumvarp félags- og barnamálaráðherra um móttöku innflytjenda með vernd verður ekki afgreitt á þessu löggjafarþingi. Þá mun frumvarp heilbrigðisráðherra um beitingu nauðungar gagnvart sjúklingum einnig falla milli skips og bryggju. Oddný G. Harðardóttir segir mörg mál vera eftir en að búið sé að ræða þau vel og þau ættu því að vera fljótafgreidd. Þá tekur hún fram að mörg mál hafi fallið út af borðinu þar sem ríkisstjórnin hafi ekki komið sér saman um mikilvæg málefni. Ekkert verður af málþófi Miðflokksins Á morgun verður frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um miðhálendisþjóðgarð á dagskrá auk ellefu þingmannamála. Miðflokksmenn hafa samið um ræðutíma í umræðunni og verður því ekkert af ætluðu málþófi þeirra. Vænta má að þingheimur fagni því. Ljóst er að þegar hefur verið samþykkt að frumvarpi um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og því verður það ekki afgreitt á morgun. Þó er málið ekki alveg dautt eins og Miðflokkurinn og margir þingmenn innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa eflaust vonað því næsta ríkisstjórn verður líklega á einhvern hátt skuldbundin til að halda því áfram, að minnsta kosti ef Vinstri grænir eiga að vera í þeirri stjórn. En Katrín Jakobsdóttir mun væntanlega ráða mestu um hvers konar stjórn verður mynduð að kosningum loknum. Oddný G. Harðardóttir telur að stíft verði fundað á morgun og að þingmenn muni ekki komast í sumarfrí fyrr en undir morgun. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Öll mál sem voru á dagskrá Alþingis í dag verða afgreidd, að tveimur undanskyldum. Lagafrumvarp félags- og barnamálaráðherra um móttöku innflytjenda með vernd verður ekki afgreitt á þessu löggjafarþingi. Þá mun frumvarp heilbrigðisráðherra um beitingu nauðungar gagnvart sjúklingum einnig falla milli skips og bryggju. Oddný G. Harðardóttir segir mörg mál vera eftir en að búið sé að ræða þau vel og þau ættu því að vera fljótafgreidd. Þá tekur hún fram að mörg mál hafi fallið út af borðinu þar sem ríkisstjórnin hafi ekki komið sér saman um mikilvæg málefni. Ekkert verður af málþófi Miðflokksins Á morgun verður frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um miðhálendisþjóðgarð á dagskrá auk ellefu þingmannamála. Miðflokksmenn hafa samið um ræðutíma í umræðunni og verður því ekkert af ætluðu málþófi þeirra. Vænta má að þingheimur fagni því. Ljóst er að þegar hefur verið samþykkt að frumvarpi um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og því verður það ekki afgreitt á morgun. Þó er málið ekki alveg dautt eins og Miðflokkurinn og margir þingmenn innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa eflaust vonað því næsta ríkisstjórn verður líklega á einhvern hátt skuldbundin til að halda því áfram, að minnsta kosti ef Vinstri grænir eiga að vera í þeirri stjórn. En Katrín Jakobsdóttir mun væntanlega ráða mestu um hvers konar stjórn verður mynduð að kosningum loknum. Oddný G. Harðardóttir telur að stíft verði fundað á morgun og að þingmenn muni ekki komast í sumarfrí fyrr en undir morgun.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira