Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá hörðum viðbrögðum kínverskra stjórnvalda vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Evrópuríkja gegn tilteknum einstaklingum í Kína vegna meðferðar á minnihluta Úíúra þar í landi.

Danir taka upp Covid-vegabréf í síma

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu.

Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu

Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans.

Byrjað að rífa hlaðinn vegg á Austurvelli

Byrjað var í morgun að rífa niður hlaðinn vegg og beð norðan megin á Austurvelli. Veggurinn nær allt frá veitingastaðnum Duck and Rose þar sem áður var Kaffi París austan megin að American Bar vestan megin á torginu.

Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki

Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana.

Bjarni segist ekki þurfa leyfi til að leggja fram frumvörp

Fjármálaráðherra segist ekki þurfa leyfi frá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvörp en hún hefur gagnrýnt frumvarp hans um lífeyrissjóði. Það gangi á lífeyrisrétt yngsta fólksins og hafi verið lagt fram án samráðs.

Fleiri bólusettir í dag en búist var við

Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára.

Fimm þúsund bólusettir í Laugardalshöll í dag

Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og klárað að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan stofnanna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir útlitið gott varðandi bólusetningar í mánuðinum.

Maður minnisblaðanna, Covid og pólitík í Víglínunni

Fárra minnisblaða er beðið með annarri eins eftirvæntingu og minnisblaða Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræðir við hann og formanna og varaformann velferðarnefndar í Víglínunni á Stöð 2 í dag.

Sjá meira