Svandís segir litakóðunarkerfi engu breyta á landamærunum Dómsmálaráðherra segir tímabært að létta á sóttvarnatakmörkunum þar sem staðan sé góð og fari batnandi. Enn sé stefnt að því að taka upp litakóðunarkerfið hinn fyrsta maí. Fjármálaráðherra segir lokaorrustuna framundan í baráttunni gegn veirunni. 9.4.2021 12:39
Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8.4.2021 19:20
Svandís útilokar ekki breytingu á lögum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt nýja reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum sem tekur gildi á miðnætti. Nú er ekki skylda að fara á sóttkvíarhótel ef maður getur uppfyllt nauðsynleg skilyrði heimasóttkvíar, svo sem um að enginn annar sé til dvalar í sama húsnæði. 8.4.2021 16:54
Halldóra vill ekki taka við gögnum um sóttvarnaaðgerðir með trúnaðarskyldu Fulltrúi Pírata í velferðarnefnd segir stjórnvöld hafa gengið of langt með reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttvarnahóteli eftir komuna til landsins. Hún hefur óskað eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðarinnar en ráðuneytið vill að trúnaður ríki um hluta gagnanna. 8.4.2021 11:19
Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. 7.4.2021 19:21
Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. 7.4.2021 12:04
Afnám harðra sóttvarnaaðgerða gæti dregist á langinn Sóttvarnalæknir segir að harðar sóttvarnaaðgerðir innanlands gætu varað lengur ef ekki verði hægt að skylda alla til að dvelja á sóttvarnahóteli milli tveggja skimana eftir komuna til landsins. 6.4.2021 19:20
Á annað hundrað manns yfirgefa sóttkvíarhótelið Um 120 manns sem hafa fengið niðurstöður úr seinni sýnatöku yfirgefa sóttkvíarhótelið í Reykjavík í dag og í kvöld. Manneskja sem fór í skimun vegna einkenna sem komu fram á hótelinu greindist með kórónuveirusmit en fékk að fara heim til sín í einangrun. 6.4.2021 19:04
Meintir gerendur í tveimur andlátsmálum tengjast Tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi á föstudag. Lögregla telur málin þó ekki tengjast. Farbann verður ekki framlengt yfir tveimur mönnum sem hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu. 6.4.2021 18:41
Tilfærsla Krýsuvíkur á Reykjanesi og vonbrigði fjármálaráðherra með fjárfestingar í Víglínunni Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Harald Sigurðsson eldfjallafræðing til sín í Víglínuna á Stöð 2 í dag. Rætt verður um fjármálaáætlun og aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins við Bjarna og eldgosið í Geldingadölum við Harald. 28.3.2021 16:31