Byrjað að rífa hlaðinn vegg á Austurvelli Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 16:15 Byrjað var í morgun að rífa niður hlaðinn vegg og beð norðan megin á Austurvelli. Veggurinn nær allt frá veitingastaðnum Duck and Rose þar sem áður var Kaffi París austan megin að American Bar vestan megin á torginu. Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg segir vegginn og beðin rifin í fullu samráði við veitingahúsaeigendur við þennan hluta Austurvallar. Vilji sé til þess að opna meira á milli veitingastaðanna og Austurvallar en engar opnanir eða bil séu í veggnum. Niðurrifinu eigi að ljúka á nokkrum dögum og frágangi lokið fyrir 1. maí. Í dag þarf fólk annað hvort að ganga vestur eða austur fyrir vegginn frá Austurvelli til að komast til og frá veitingastöðum norðan meginn á Austurvelli. Veggurinn verður horfinn fyrir helgi.Vísir/Vilhelm Verið er að leggja lokahönd á endanlegt útlit þess svæðis sem losnar þegar veggurinn er farinn. En Þórólfur segir stefnt að því að hafa þar bekki og smærri blómapotta eða beð. Það verði því allt klárt í sumar þegar borgarbúar fara að fylkjast í bæinn með hækkandi sól og minni sóttvarnatakmörkunum. Eins og sjá má er nú þegar búið að fjarlægja steinanna á suðurhlið veggjarins.Vísir/Egill Hafsteinn Viktorsson deildarstjóri hjá hverfastöð Reykjavíkurborgar sem stýrir niðurrifinu og uppbyggingunni að því loknu segir að upphaflega hafi staðið til að setja opnanir í vegginn. En þegar farið var að skoða vegginn nánar hafi komið í ljós að hann væri víða að hruni kominn. Því hafi verið ákveðið að ganga hreint til verks. Stefnt sé að því að ljúka niðurrifinu á þremur dögum. Hleðslusteinarnir verði notaðir í önnur verkefni síðar. Austurvöllur verður heldur betur breyttur þegar veggurinn verður horfinn.Vísir/Egill Tilslakanir innanlands taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl og gilda í þrjár vikur. Þá mega krár aftur opna dyr sínar með takmörkunum þó. Þær mega vera opnar til klukkan 22 með 20 manna hámarki í rými. Vínveitingar má aðeins bera fram til sitjandi gesta. Gestir verða að mæta fyrir klukkan 21 og allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Gæta þarf að tveggja metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur þar sem að því verður ekki við komið. Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg segir vegginn og beðin rifin í fullu samráði við veitingahúsaeigendur við þennan hluta Austurvallar. Vilji sé til þess að opna meira á milli veitingastaðanna og Austurvallar en engar opnanir eða bil séu í veggnum. Niðurrifinu eigi að ljúka á nokkrum dögum og frágangi lokið fyrir 1. maí. Í dag þarf fólk annað hvort að ganga vestur eða austur fyrir vegginn frá Austurvelli til að komast til og frá veitingastöðum norðan meginn á Austurvelli. Veggurinn verður horfinn fyrir helgi.Vísir/Vilhelm Verið er að leggja lokahönd á endanlegt útlit þess svæðis sem losnar þegar veggurinn er farinn. En Þórólfur segir stefnt að því að hafa þar bekki og smærri blómapotta eða beð. Það verði því allt klárt í sumar þegar borgarbúar fara að fylkjast í bæinn með hækkandi sól og minni sóttvarnatakmörkunum. Eins og sjá má er nú þegar búið að fjarlægja steinanna á suðurhlið veggjarins.Vísir/Egill Hafsteinn Viktorsson deildarstjóri hjá hverfastöð Reykjavíkurborgar sem stýrir niðurrifinu og uppbyggingunni að því loknu segir að upphaflega hafi staðið til að setja opnanir í vegginn. En þegar farið var að skoða vegginn nánar hafi komið í ljós að hann væri víða að hruni kominn. Því hafi verið ákveðið að ganga hreint til verks. Stefnt sé að því að ljúka niðurrifinu á þremur dögum. Hleðslusteinarnir verði notaðir í önnur verkefni síðar. Austurvöllur verður heldur betur breyttur þegar veggurinn verður horfinn.Vísir/Egill Tilslakanir innanlands taka gildi á morgun fimmtudaginn 15. apríl og gilda í þrjár vikur. Þá mega krár aftur opna dyr sínar með takmörkunum þó. Þær mega vera opnar til klukkan 22 með 20 manna hámarki í rými. Vínveitingar má aðeins bera fram til sitjandi gesta. Gestir verða að mæta fyrir klukkan 21 og allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Gæta þarf að tveggja metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur þar sem að því verður ekki við komið.
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira