Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14.11.2018 19:00
Viðreisn segir ríkisstjórnina skera fyrst niður í velferðarmálum "Það sem einkennir tillögurnar fyrst og fremst er eins og alltaf þegar kreppir aðeins að í þjóðarbúskapnum að þá er skorið niður í velferðarkerfinu okkar og í opinberum framkvæmdum.“ 14.11.2018 13:45
Komið til móts við óskir SÁÁ um aukin framlög í fjárlagafrumvarpi Komið verður til móts við óskir SÁÁ um auknar fjárveitingar á næsta ári sem og heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni samkvæmt tillögum meirihlutans í fjárlaganefnd. 13.11.2018 19:04
Vinnuvikan ekki eins stutt og SA fullyrðir segir forseti ASÍ Forseti Alþýðusambandsins segir vinnutíma Íslendinga vanmetinn í þeim tölum sem Samtök atvinnulífsins birtu í gær og segja að sýni að framleiðni hér á landi sé mun meiri en hingað til hafi verið talið. Íslendingar vinni lengri vinnuviku en þarna sé haldið fram. 13.11.2018 13:57
Carlsen í betri stöðu í fyrstu einvígisskákinni gegn Caruana Magnus Carlsen hefur haldið heimsmeistaratitlinum í skák í sjö ár eða allt frá því hann lagði Viswanathan Anand árið 2003. 9.11.2018 20:00
Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9.11.2018 11:38
Lögregla rannsakar mál Hauks Hilmarssonar sem mannshvarf Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra. 8.11.2018 20:45
Forsætisráðherra segir nauðsynlegt að greina stöðu barna á Íslandi Þingmaður Flokks fólksins segir ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af stöðu drengja í íslensku samfélagi. 8.11.2018 20:15
Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8.11.2018 13:00
Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. 7.11.2018 21:00