Carlsen í betri stöðu í fyrstu einvígisskákinni gegn Caruana Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2018 20:00 Magnus Carlsen heimsmeistari í skák er í betri stöðu í fyrstu einvígisskák sinni við bandaríska áskorandann Fabiano Caruana en skák þeirra stendur enn yfir. Magnus Carlsen hefur haldið heimsmeistaratitlinum í skák í sjö ár eða allt frá því hann lagði Viswanathan Anand árið 2003. Nú mætir hann Bandaríkjamanninum Fabiano Caruana en það hefur ekki gerst frá því Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov mættust að tveir eru sterkustu skákmenn heims berjist um heimsmeistaratitilinn í skák. Það var heimssögulegur viðburður þegar bandaríski áskorandinn Bobby Fisher lagði sovéska heimsmeistarann í skák, Boris Spassky, í Laugardalshöll sumarið 1972. Nú 46 árum síðar gæti Fabiano Caruana endurtekið leikinn á heimsmeistaramótinu í Lundúnum. Bandaríkjamaður hefur ekki att kappi við sitjandi heimsmeistara frá því Fisher fór heim með heimsmeistaratitilinn árið 1972. Caruana var ekki tilbúinn til að segjast næsti Fisher fyrir fyrstu skákina í dag. „Ég held að það sé of snemmt að grípa til þess samanburðar. Það yrði kannski meira viðeigandi ef ég verð næsti heimsmeistari,“ sagði Caruana. Carlsen hefur hins vegar fulla ástæðu til að vanmeta ekki andstæðing sinn að þessu sinni enda hefur hann teflt mun betur að undanförnu en heimsmeistarinn. Hann segist ekki hafa séð sjálfan sig sem tapara hingað til og ef hann gerði það eftir að hafa haldið titlinum í sjö ár væri eitthvað að. „En ég veit að ef ég held áfram að leika eins og ég hef gert að undanförnu mun ég ekki bera sigur af hólmi. Þannig að ég verð að herða mig og ég hef fulla trú á að mér takist það,“ sagði Carlsen á sameiginlegum fréttamannafundi hans og Caruana. Tvímenningarnir eru án nokkurs vafa sterkustu skákmenn heims í dag en geta engu að síður gert mistök. „Magnús hefur enga augljósa veikleika. Venjulega eru mistökin sem hann gerir mjög persónuleg og ófyrirséð. Ég held að það eigi við um alla þá skákmenn sem eru allra efst á toppnum,“ sagði Caruana. Fabiano byrjaði með hvítt í dag. Tefldar verða 12 skákir og sá sem fyrstur fær sex og hálfan vinning verður næsti heimsmeistari. Skák Tengdar fréttir Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38 Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Magnus Carlsen heimsmeistari í skák er í betri stöðu í fyrstu einvígisskák sinni við bandaríska áskorandann Fabiano Caruana en skák þeirra stendur enn yfir. Magnus Carlsen hefur haldið heimsmeistaratitlinum í skák í sjö ár eða allt frá því hann lagði Viswanathan Anand árið 2003. Nú mætir hann Bandaríkjamanninum Fabiano Caruana en það hefur ekki gerst frá því Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov mættust að tveir eru sterkustu skákmenn heims berjist um heimsmeistaratitilinn í skák. Það var heimssögulegur viðburður þegar bandaríski áskorandinn Bobby Fisher lagði sovéska heimsmeistarann í skák, Boris Spassky, í Laugardalshöll sumarið 1972. Nú 46 árum síðar gæti Fabiano Caruana endurtekið leikinn á heimsmeistaramótinu í Lundúnum. Bandaríkjamaður hefur ekki att kappi við sitjandi heimsmeistara frá því Fisher fór heim með heimsmeistaratitilinn árið 1972. Caruana var ekki tilbúinn til að segjast næsti Fisher fyrir fyrstu skákina í dag. „Ég held að það sé of snemmt að grípa til þess samanburðar. Það yrði kannski meira viðeigandi ef ég verð næsti heimsmeistari,“ sagði Caruana. Carlsen hefur hins vegar fulla ástæðu til að vanmeta ekki andstæðing sinn að þessu sinni enda hefur hann teflt mun betur að undanförnu en heimsmeistarinn. Hann segist ekki hafa séð sjálfan sig sem tapara hingað til og ef hann gerði það eftir að hafa haldið titlinum í sjö ár væri eitthvað að. „En ég veit að ef ég held áfram að leika eins og ég hef gert að undanförnu mun ég ekki bera sigur af hólmi. Þannig að ég verð að herða mig og ég hef fulla trú á að mér takist það,“ sagði Carlsen á sameiginlegum fréttamannafundi hans og Caruana. Tvímenningarnir eru án nokkurs vafa sterkustu skákmenn heims í dag en geta engu að síður gert mistök. „Magnús hefur enga augljósa veikleika. Venjulega eru mistökin sem hann gerir mjög persónuleg og ófyrirséð. Ég held að það eigi við um alla þá skákmenn sem eru allra efst á toppnum,“ sagði Caruana. Fabiano byrjaði með hvítt í dag. Tefldar verða 12 skákir og sá sem fyrstur fær sex og hálfan vinning verður næsti heimsmeistari.
Skák Tengdar fréttir Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38 Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38
Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00