Einstakt tækifæri fyrir samfélagið og vonar að skrifað verði undir í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bindur vonir við að sveitarfélögin komi í sameiningu að aðgerðapakka til að greiða fyrir undirritun kjarasamninga. Hún bindur vonir við að gengið verði frá síðustu lausu endum samninganna í dag. 7.3.2024 11:08
Sveitarfélögin ein komi í veg fyrir undirritun kjarasamninga í dag Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir undirritun kjarasamninga velta algjörlega á sveitarfélögunum. Allar deilur við Samtök atvinnulífsins hafi verið leystar en nú bíði stéttarfélögin eftir skýrum skilaboðum frá sveitarfélögunum. 7.3.2024 10:37
Lokasprettur kjaraviðræðna með forsætisráðherra Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins. 7.3.2024 09:53
Ný nafnskírteini renna út eins og heitar lummur Þjóðskrá hefur hafið útgáfu á tveimur nýjum nafnskírteinum sem gagnast geta sem ferðaskilríki eða eingöngu til að auðkenna sig. Ísland er fyrst ríkja til að gefa út skilríki sem þessi samkvæmt nýjum alþjóðlegum staðli. 6.3.2024 19:41
Samningar breiðfylkingar nánast í höfn en verkfallsboðun hjá Icelandair Allt bendir til að skrifað verði undir nýja kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á morgun en vel hefur gengið í viðræðum þeirra í dag. Ef af verður mun ríkisstjórin einnig kynna aðgerðarpakka sinn í tengslum við samningana. 6.3.2024 17:28
Ekki hlustað á starfsmenn í mörg ár Formaður VR segir ekki boðlegt að slíta sundur dagvinnuvaktir starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Ekki hafi verið hlustað á kröfur um breytingar undanfarin ár og þess vegna hafi verið ákveðið að boða til verkfalls þessara starfsmanna hjá Icelandair. 6.3.2024 11:46
Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. 6.3.2024 10:05
Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. 6.3.2024 08:11
Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5.3.2024 19:21
Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5.3.2024 11:45