Heimir Már Pétursson

Nýjustu greinar eftir höfund

FME mun kanna orðspor hluthafa í Arion banka

Fjármálaeftirlitið mun meðal annars kanna orðspor þeirra sem eiga hlut í Arion banka og hvort hugsast geti að þeir sem keyptu hlut í bankanum um helgina eigi sameiginlega það mikið að þeir geti talist virkir hluthafar nú þegar.

Óli Björn telur lífeyrissjóðina of fyrirferðarmikla

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti áhyggjum yfir því á Alþingi í dag að lífeyrissjóðir landsins væru orðnir of fyrirferðarmiklir í atvinnulífinu. Fjármálaráðherra segir oft þrýst á sjóðina að niðurgreiða þjóðþrifaverkefni en þeirra meginhlutverk eigi að vera að ávaxta sig vel og tryggja félögum sínum góðan lífeyri.

Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.

Pawel segir evruna besta myntkostinn fyrir Ísland

Þingmaður Viðreisnar telur evruna bestu framtíðarmyntina fyrir Ísland en þar sem sú skoðun nyti ekki meirihlutafylgis, væri nú meðal annars verið að skoða að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð.

Gjaldeyrir flæðir úr kistum þjóðarbúsins og krónan styrkist

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR og Halldór Benjamín Guðbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins verða gestir Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu í dag.

Þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum

Guðrún Hafsteinsdóttir forstjóri Kjörís og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna segir þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum með aðkomu ríkisins, sveitarfélaganna og launþegahreyfingarinnar.

Sjá meira