Frjálslyndir bæta við sig fylgi á síðustu metrunum í Hollandi Fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega eftir lokun kjörstaða klukkan átta í kvöld. 15.3.2017 20:00
Rúmlega þrjátíu fangelsisdómar fyrndust í fyrra Á síðasta ári fyrndust þrjátíu og fjórir fangelsisdómar þar sem of langur tími var liðinn frá dómuppkvaðninu þar til afplánun gat hafist. 15.3.2017 12:35
Nýr formaður VR segir SALEK samkomulagið dautt Mánaðarlaun Ragnars Þórs Ingólfssonar gætu lækkað um 300 þúsund. 14.3.2017 20:00
Stella setti mannlíf úr skorðum í Bandaríkjunum Neyðarástandi var lýst yfir í fimm ríkjum Bandaríkjanna vegna veðursins, skólum var víða lokað og umferð fór úr skorðum. 14.3.2017 19:28
Almenningur duglegur að skila inn skattframtölum Á annað hundrað þúsund einstaklingar hafa nú þegar skilað inn skattframtali en almennur frestur til að skila inn framtali rennur út á morgun. 14.3.2017 12:30
Ráðherrar taka nokkra daga í að finna viðbótarfjármagn í vegakerfið Framlög til vegamála verða aukin um hundruð milljóna króna á næstu dögum en ríkisstjórnin fól fjármálaráðherra og samgönguráðherra að koma með tillögur þar að lútandi á fundi sínum í dag. 10.3.2017 18:30
Ívið betri kjörsókn í formanns –og stjórnarkjöri VR en síðast Þátttaka í atkvæðagreiðslu félagsmanna í VR um næsta formann félagsins og fulltrúa í stjórn þess, er ívið betri en þegar síðast var kosið um embætti formanns. Atkvæðagreiðslan hófst fyrir þremur dögum og lýkur á þriðjudag. 10.3.2017 12:46
Samgönguráðherra vill að ferðamenn fjármagni uppbyggingu vegakerfisins Sextíu og fimm milljarða króna vantar í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins á næstu árum en til samanburðar fara rúmir fjórir milljarðar í málaflokkinn á þessu ári. 9.3.2017 18:58
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir í gjaldeyrismálum á næstunni Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánuða. 9.3.2017 18:55
Mjólkurfrumvarpi landbúnaðarráðherra misjafnlega tekið af framleiðendum Samkvæmt frumvarpsdrögunum yrði afurðastöðvum m.a. óheimilt að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða, sameinast, gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara og hafa með sér annars konar samstarf við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. 8.3.2017 20:32