FME mun kanna orðspor hluthafa í Arion banka Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2017 20:00 Fjármálaeftirlitið mun meðal annars kanna orðspor þeirra sem eiga hlut í Arion banka og hvort hugsast geti að þeir sem keyptu hlut í bankanum um helgina eigi sameiginlega það mikið að þeir geti talist virkir hluthafar nú þegar. Þá hvílir sú skylda á Arion að upplýsa fyrir helgi hverjir eiga meira en eitt prósent í bankanum. Forstjóri Arion banka fór á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun til að ræða sölu Kaupþings á um 29 prósenta hlut í Arion banka til Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða. En fulltrúar Fjármálaeftirlitsins munu mæta á fund nefndarinnar á föstudag vegna málsins. Það telst virk eign í fjármálastofnun ef eignarhaldið fer í tíu prósent eða meira, en tveir vogunarsjóðanna eiga nú 9,99 prósenta hlut í Arion. Jón Þór Sturluson aðstoðarforsetjóri FME segir ekkert benda til að aðilar séu sameiginlega komnir yfir tíu prósenta mörkin, þótt allir þessir aðilar séu að fjárfesta í sama fyrirtækinu. „Þá er það ekki það sem skiptir máli þegar litið er til þess hvort að þetta séu tengsir aðilar. Það er spurning hvort það séu eignatengsl á milli þeirra eða önnur slík tengsl. Við höfum ekki ástæðu til að ætla að svo sé núna. En við munum án nokkurs vafa hafa tækifæri til að kanna það nánar,“ segir Jón Þór. En þessir aðilar eiga eftir að senda FME nánari upplýsingar þar sem þeir hafa orðið sér út um frekari kauprétt þannig að þeir verða virkir hluthafar innan skamms með um 51 prósenta hlut í Arion. Lög um fjármálastofnanir gera ráð fyrir að Arion upplýsi um alla eigendur sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum innan fjögurra daga frá tilkynningu um kaupin. Jón Þór segir að FME muni upplýsa ef það meti að einhver sé óhæfur til að eiga virkan eignarhlut í bankanum. En í lögunum er líka gert ráð fyrir að orðspor hluthafa sé gott.Þannig að það þarf væntanlega að kanna orðspor þessara aðila líka en einn þessara aðila hefur ekki á sér neitt sérstakt orðspor? „Það er eitt af þeim skilyrðum sem þarf að kanna í slíku ferli. Bæði orðspor fyrirtækisins sem slíks og þeirra sem stýra fyrirtækinu. Við tjáum okkur ekki um það fyrirfram hver niðurstaðan úr slíku yrði.“En það er eitt af því sem verður skoðað? „Að sjálfsögðu, já,“ segir Jón Þór Sturluson. Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Fjármálaeftirlitið mun meðal annars kanna orðspor þeirra sem eiga hlut í Arion banka og hvort hugsast geti að þeir sem keyptu hlut í bankanum um helgina eigi sameiginlega það mikið að þeir geti talist virkir hluthafar nú þegar. Þá hvílir sú skylda á Arion að upplýsa fyrir helgi hverjir eiga meira en eitt prósent í bankanum. Forstjóri Arion banka fór á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun til að ræða sölu Kaupþings á um 29 prósenta hlut í Arion banka til Goldman Sachs og þriggja vogunarsjóða. En fulltrúar Fjármálaeftirlitsins munu mæta á fund nefndarinnar á föstudag vegna málsins. Það telst virk eign í fjármálastofnun ef eignarhaldið fer í tíu prósent eða meira, en tveir vogunarsjóðanna eiga nú 9,99 prósenta hlut í Arion. Jón Þór Sturluson aðstoðarforsetjóri FME segir ekkert benda til að aðilar séu sameiginlega komnir yfir tíu prósenta mörkin, þótt allir þessir aðilar séu að fjárfesta í sama fyrirtækinu. „Þá er það ekki það sem skiptir máli þegar litið er til þess hvort að þetta séu tengsir aðilar. Það er spurning hvort það séu eignatengsl á milli þeirra eða önnur slík tengsl. Við höfum ekki ástæðu til að ætla að svo sé núna. En við munum án nokkurs vafa hafa tækifæri til að kanna það nánar,“ segir Jón Þór. En þessir aðilar eiga eftir að senda FME nánari upplýsingar þar sem þeir hafa orðið sér út um frekari kauprétt þannig að þeir verða virkir hluthafar innan skamms með um 51 prósenta hlut í Arion. Lög um fjármálastofnanir gera ráð fyrir að Arion upplýsi um alla eigendur sem eiga eitt prósent eða meira í bankanum innan fjögurra daga frá tilkynningu um kaupin. Jón Þór segir að FME muni upplýsa ef það meti að einhver sé óhæfur til að eiga virkan eignarhlut í bankanum. En í lögunum er líka gert ráð fyrir að orðspor hluthafa sé gott.Þannig að það þarf væntanlega að kanna orðspor þessara aðila líka en einn þessara aðila hefur ekki á sér neitt sérstakt orðspor? „Það er eitt af þeim skilyrðum sem þarf að kanna í slíku ferli. Bæði orðspor fyrirtækisins sem slíks og þeirra sem stýra fyrirtækinu. Við tjáum okkur ekki um það fyrirfram hver niðurstaðan úr slíku yrði.“En það er eitt af því sem verður skoðað? „Að sjálfsögðu, já,“ segir Jón Þór Sturluson.
Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira