Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Bruce Willis er við góða líkamlega heilsu en heilinn er að „bregðast honum“ og hann er hættur að geta tjáð sig með orðum. Þetta segir eiginkona leikarans, Emma Heming Willis, í nýju viðtali við fjölmiðlakonuna Diane Sawyer. 27.8.2025 06:59
50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Tollar Donald Trump Bandaríkjaforseta á vörur frá Indlandi hafa tekið gildi en þeir nema 50 prósentum. Upphaflega stóð til að þeir yrðu 25 prósent en þeir voru hækkaðir vegna kaupa Indverja á olíu og vopnum frá Rússlandi. 27.8.2025 06:38
Innbrot og slagsmál í miðborginni Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun en alls voru 55 mál bókuð í gærkvöldi og nótt. Verkefni næturinnar voru fjölbreytt. 27.8.2025 06:04
Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að vísa sendiherra Íran í Canberra úr landi og loka sendiráði sínu í Tehran, eftir að öryggisyfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld í Íran hefðu staðið að baki að minnsta kosti tveimur árásum á samfélag gyðinga í landinu. 26.8.2025 08:23
Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að reka Lisu Cook, einn stjórnarmanna Seðlabanka Bandaríkjanna. Sérfræðingar efast um að ákvörðun Trump standist lög og Cook hyggst bera málið undir dómstóla. 26.8.2025 07:34
Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26.8.2025 06:56
Byssan reyndist leikfang Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt eftir að sást til þriggja drengja með byssu. Lögregla fann drengina og byssan reyndist leikfang. 26.8.2025 06:27
Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Eyal Zamir, yfirmaður herafla Ísraels, er sagður þrýsta á um það að stjórnvöld gangi að samningum við Hamas um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi á Gasa. 25.8.2025 07:57
Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Útgefandi ævisögu Virginiu Giuffre, sem hún lauk við áður en hún svipti sig lífi fyrr á árinu, segir bókina innihalda persónulegar og átakanlegar lýsingar á samskiptum Giuffre við Jeffrey Epstein, Ghislaine Maxwell og Andrés Bretaprins. 25.8.2025 07:17
Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Á síðastliðnum 20 árum hafa skýrslur verið teknar af tíu börnum undir sex ára aldri vegna gruns um að þau hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns á leikskóla þeirra. 25.8.2025 06:35