Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2025 06:53 Leiðtogar Evrópu standa þétt við bakið á Selenskí og Úkraínu, enda mikið í húfi. Getty/Carl Court Evrópuleiðtogar lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við Úkraínu og Vólódimír Selenskí forseta á fundi í Downing-stræti í gær en Selenskí sætir nú miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta Rússum eftir stóran hluta landsins. Viðstaddir fundinn í Lundúnum í gær voru auk Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, og Selenskís, þeir Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands. Þá tóku sjö aðrir leiðtogar þátt í gegnum fjarfundarbúnað, auk fulltrúa Evrópusambandsins, Nató og Tyrklands. Leiðtogarnir ítrekuðu á fundinum nauðsyn þess að ná fram friði í Úkraínu og tryggja landið frá ágengni og árásum Rússa í framtíðinni. Þá samþykktu þeir að auka stuðning við Úkraínu og þrýsting á Rússland. Talsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu í gær að vonir stæðu til að samningar næðust um að nýta frystar eignir Rússa í fjárhagslegan stuðning við Úkraínu. Eignirnar nema um 180 milljörðum punda. Belgar hafa sett sig upp á móti áætluninni, þar sem bróðupartur eignanna er varðveittur í Belgíu. Vilja þeir ekki hætta á að sitja uppi með reikninginn ef Rússa kemur að innheimta. Starmer mun eiga viðræður við Bart De Wever, forsætisráðherra Belga, á föstudaginn. Eins og fyrr segir sætir Selenskí miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta undan og mæta kröfum Rússa um land og fleira. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað gefið til kynna að samningar séu nánast í höfn, þrátt fyrir að hvorki Úkraínumenn né Rússar virðist hrifnir af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Áhyggjur eru uppi um að Bandaríkjamenn muni hóta að ganga frá borðinu og láta af öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gefur ekki eftir. Þá virðast ráðamenn Vestanhafs vera afar áhugasamir um að bæta tengslin við Rússland, á kostnað bandalagsríkja sinna í Evrópu. Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Þýskaland Frakkland Hernaður Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira
Viðstaddir fundinn í Lundúnum í gær voru auk Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, og Selenskís, þeir Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands. Þá tóku sjö aðrir leiðtogar þátt í gegnum fjarfundarbúnað, auk fulltrúa Evrópusambandsins, Nató og Tyrklands. Leiðtogarnir ítrekuðu á fundinum nauðsyn þess að ná fram friði í Úkraínu og tryggja landið frá ágengni og árásum Rússa í framtíðinni. Þá samþykktu þeir að auka stuðning við Úkraínu og þrýsting á Rússland. Talsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu í gær að vonir stæðu til að samningar næðust um að nýta frystar eignir Rússa í fjárhagslegan stuðning við Úkraínu. Eignirnar nema um 180 milljörðum punda. Belgar hafa sett sig upp á móti áætluninni, þar sem bróðupartur eignanna er varðveittur í Belgíu. Vilja þeir ekki hætta á að sitja uppi með reikninginn ef Rússa kemur að innheimta. Starmer mun eiga viðræður við Bart De Wever, forsætisráðherra Belga, á föstudaginn. Eins og fyrr segir sætir Selenskí miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta undan og mæta kröfum Rússa um land og fleira. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað gefið til kynna að samningar séu nánast í höfn, þrátt fyrir að hvorki Úkraínumenn né Rússar virðist hrifnir af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Áhyggjur eru uppi um að Bandaríkjamenn muni hóta að ganga frá borðinu og láta af öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gefur ekki eftir. Þá virðast ráðamenn Vestanhafs vera afar áhugasamir um að bæta tengslin við Rússland, á kostnað bandalagsríkja sinna í Evrópu.
Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Þýskaland Frakkland Hernaður Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira